Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 32
Þegar búið er að húa þannig- um smérið, þá skal
það sett í ílátunum til geymslu á kaldan og hreinlegan stað.
Lofthitinn á þeim stað skal íyrsta sólarhringinn vera
7 — 10 gr. á C. — Til þess þarí sérstakan ísvörzluskáp.
- Næsta dag skal smérið svo ílutt í herbergi, þar sem
lofthitinn er um frostmark eða lítið eitt frost. Ef smér-
ið skal geymt lengi (nokkrar vikur), þarf lofthitinn á því
að vera enn minni en það, alt að 4—8 gr. frost á C.
Kassarnir þurfa að vera vel feldir og vel slegnir
saman, svo að þeir leki helzt ekkert. Meðan smérið
er geymt, þarf að bæta nógu oft saltpækli ofan á það,
á. 1 — 2 vikna fresti.
Mjög er nauðsynlegt að flytja alt smér ísvariö
til útlanda, sé þess kostui’. Með því skemmist það síður
en ella.
11. Nokkur áherzlu-dwiði.
Fáið fuila vissu fyrir að sérhver kýr borgi sig vel
í stað þess að vera ómagi yðar. — Fitumælirinn getur
svarað spurningunni um það, að því er kúha sjálfa snertir,
- Munið að fóður kýrinnar kostar ávalt mikið, og nálega
jafnmikið, þó hún mjólki smérlitla mjólk eða þótt þér
fáið lítið eða ekkert í aðra hönd fyrir smérið úr henni.
Engin kýr er meira virði en liún gefur af sér í sméri
gfir árið með 60 aura verði á pundinu. En þó er
tækifæri fyrir yður að fá 80 aura fyrir smérpundið netto,
ef þér viljið það heldur en (iO aura. — Ein af röksemd-
unum fyrir að þetta er satt, er það, að í ár, hefir heima-
gert smér héðan af landi selzt til útlanda fyrir 90
aura pundið (árið 1900), í einu tilfelli svo kunnugt sé
og er þó naumast lrægt að búast við að það hafi verið
svo vandað sem bezt má verða.