Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 23
23
eru nokkuð mismunandi kröfur gerðar til litar á sméri
á hinum ýmsu smérmörkuðum heimsins. En vanalega
er fullnægjandi að láta 1 kvint af lit í smér úr 1(>0
pundum af nýmjólk, en í allra mesta lagi alt að
2 kv. Þegar smér er litað, er afar-áríðandi að láta
litinn í strokkinn áður en stroknnum 'er snúið einn ein-
asta snúning, annars verður smérið alt blettótt. Litn-
um skal dreift út yfir rjómann í strokknum áður en
byrjað er að strokka. Mjög er áríðandi að nota ekki
nema beztu sort af smérlit. Slæmur eða gamall smér-
litur getur stór-skemt smérið; góður litur á að vera
alveg laus við botngrugg, hafa hnotu-kendan keim, og
vera glær og gljáandi útlits.
Aðferðin við strokkunina er mjög þýðingarmikil
fyrir gæði smérsins. Þegar byrjað er að strokka, ef um
tunnustrokk er að ræða, skal, eftir nokkra snúninga,
stanza, og taka tappann úr áaslútnum til þess að lileypa
loftinu út, annars getur strokkurinn sprungið af ofþenslu
loftsins (gufunnar) innan í honum. Þetta skal gert tvisv-
ar eða þrisvar sinnum, þegar byrjað er að strokka, en
að því búnu skal strokknum snúið jafnt og þétt hér
um bil 60 snúninga á mínútunni, ef strokkurinn er
ekki mjög stór, — annars svo mikið hægra en það,
sem strokkurinn er stærri en vanalega gerist.
— Þegar strokkurinn fer að skiljast, það er: þeg-
ar smérið í honum lítur líkt út og frækorn að
stærð, þá skal mæla hitann í honum, og sé hann þá
yfir 15 gr. á C. (60 á Far.), skal hella í hann ísköldu
vatni þar til hitinn er kominn niður í 15 gr. á C. Að
því loknu skal haldið áfram að strokka, þar til að smér-
kornin eru orðin á stærð við bankabygg, eða alt að því
það á stærð, og á smérið þá að fljóta ofan á áunum, þá
skal hœtta að strokka. Til þess að sjá hvað líður í