Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 85
85
saka jarðveginn í nágrenninu, svo að vita mætti hvar
heppilegast væri til ræktunar.
Það bar nú oft við, að afbrotamenn reyndu til að
flýja og menn komust jafnvel að samsæri, er þeir höfðu
myndað sín í millum og miðaði til þess að taka alla
foringjana af lífi. Landsstjórinn mátti taka á öliu sínu
þreki, foringjarnir á árvekni sinni og yíirvöldin að beir,a
hörku til þess að hafa taum á nýlendubúum. Margir
landnemar gátu ekki þolað loftslagið og sýktust. 36
frjálsir menn og 66 afbx-otamenn dóu á hinum fyrstu
mánuðum og spítalinn, sem reistur hafði verið í vest.-
urhluta bæjarins, gat varla tekið við öllum sjúkling-
unum.
Nú leið svo hálft annað ár, að nýlendumenn urðu
að berjast við margs konar andstreymi. Samt ieit svo
út sem hagur þeirra mundi brátt fara batnandi, en þá
kom nýr óvinur til sögunnar; það var hungrið.
í nóvembermánuði 1789 sáu þeir, að matvælin
voru farin að þverra og enn þá var ekkert skip komið
frá Bretlandi. Dagskamturinn lianda hverjum manni
var færður niður um þriðja hluta ög kvíðafullir biðu
menn hins nýja árs. Með því að vistirnar komu eigi,
ásetti landstjóri sér, að senda nokkurn hluta ibúanna
til Norfolk Freigátan Siiius og flutningaskipið Supply,
voru send með 280 manns til Norfolk.
Jafnskjótt sem afbrotamennirnir voru í land komn-
ir, skall á óttalegt ofveður, svo að Sirius rak upp í
klettana og brotnaði í spón; þannig fór hið bezta og
hraðskreyðasta skip nýlendubúanna.
Þá er Supply kom með þessa fregn til nýlend-
unnar, urðu menn mjög harmsfullir; öll nýlendann virt-
ist vera í uppnárni. Til þess að hafa hemil á mönnum
*