Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 16
16
aði, sem eðlilega hlýtur að vera smórgerðinni samfara,
sé hún annars stunduð í þeim stíl, og á þann hátt, sem
nauðsynlegt er til þess að hún borgi sig vel. En með
þeim áhöldum ætti að mega búa til um 800 pund af
sméri yfir árið úr t. d. 4 kúm og 50 ám, eða máské
vel það. Þau áhöld, er hér hafa talin verið, heyrir auðvitað
ekki til að kaupa á þeim heimilum sem tilheyra eða
geta tilheyrt samlagssmérgerð, er fari fram mestan hlut
ársins eða árið um í kring, að skilvindunni máske undan-
skilinni
II. Rjómi og smér.
i. m •einsun rjómans.
Meðhöndlun rjómans er eitt þýðingarmesta atriðið
við smérgerðina. — Þær reglur, sem hór eru gefnar,
gilda að flestu leyti um smérgerð yflr höfuð að tala,
en sérstaklega eiga þær við smérgerð á heimilum eða
smérgerð í smáum stíl.
Þegar búið er að ná rjómanum úr mjólkinni,
skal hita hann upp í 155 — 160 gr. á Far. — 69 gr.
eða þar yfir á C. — síðan skal kæla hann, eftir 20 — 30
mínútur, svo snögglega sem hægt er ofan í 5 gr. C.
Með þessu lamast eða eyðileggjast flestar sóttnæmar
„bacteríur“, sem kunna að hafa komist í rjómann (eða
mjólkina), og verður smérið þá bragðbetra og heilnæmara
til fæðu. Rjómann má hita með því að setja ílátið, sem
hann er í, ofan í pot-t með sjóðandi vatni, er standi á
eldavélinni. Meðan rjóminn er að hitna, verður að
hræra hægt í honum, svo að hann hitni allur jafnt í
öllu ílátinu, og ekki má gleyma því, að hafa hitamæl-
inn stöðugt niðri í rjómanum, meðan að verið er að
hita hann og kæla. Rjómann skal svo kæla með því