Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 56
56
„Þá verða víst heiðarlegir menn að hætta við ræn-
ingjaiðjuna", sagði leiguliðinn brosandi, en nú skulum við
safna saman vinum vorum og nábúum. í kveld verður
festaröl drukkið, og þá drekkum vér skál hins mikla
irppfundningamanns Játvarðs Hennings, og hins nafn-
fræga skálds Jóhanns Drydens."
Þenna vetur, í febrúarmánuði, var upplýst kringum
Hvítuhöll. Fyrirtæki Játvarðs Hennings var stórfrægt.
Öll Lundún var sem á iði, og þúsundir manna þustu um
göturnar, þótt ljósið væri, eftir okkar skoðun nú á dög-
um, fremur dauft.
í þá daga töldu Lundúnarbúar það hreint furðuverk
og kraftaverk. Það var hrópað húrra á götum úti, fyrir
Játvarði Hennings, og hann kaliaður borgarinnar mesti
velgerðamaður; og mikilsmetnir menn kepptust við að
kynnast Játvarði Hennings.
Eftir mörg ár, auðnaðist Játvarði að sjá allar götur
Lundúnar uppljómaðar og á þeim tíma, hafði einnig
glæpum farið fækkandi að stórum mun.
Svo lengi sem .Tátvarður lifði, fékk enginn að vita, að
hinn nákomnasti ættingi hans varð að taka til þess úrræðis,
að látast vera ræningi, tii þess að ljósið og framfarirn-
ar skyldu vinna sigur.
(Þýtt Iiefir Eginharður).
Eins og að undanförnu, sinni ég ÚTRÉTTING-
Ull fyrir menn víðsvegar um land, fyrir sanngjarna
fyrirfráni-borgun. (Sjá Hlín nr. 1 f. á., bls. 31).
Rvík atl/„ ’02.
S. J. jinsson.