Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 66
til þess að ómögulega geti kviknað í neinu út fráþeim,
— og svo brennur hér náttúrlega varla nokkurt einasta
hús, sem betur fer, og alls ekki nema eitt í einu;
því svo er hór líka slökkvilið til, sem auðvitað dugar
talsvert til að bjarga ef á þarf að halda. — En til hvers
er eiginlega verið að borga til útlanda þetta háa ábyrgð-
argjald árlega fyrir eklci neitt, eða fyrir mjög lítið? —
'Landssjóður 'ætti þá heldur að hafa þær tekjur og þá
ábyrgð, eða innlendt félag undir umsjón hins opinbera,
(eins og eg hefi áður bent á í Hiín) úr því að svona
er vel eldvarið hvert einasta hús utan sem innan, sem
er í sjálfu sór mjög gott og nauðsynlegt.
Eitt af því einkennilega við þessa borg eru göturnar.
Það er ekki að eins það, hve mjóar þær eru, eins og áð-
ur er áminst, heldur liggja þær mjög óregíulega sum-
staðar. Þar sem nokkur gangstétt er á þeim, þá er
hún víðast hvar að eins öðrumegin enn þá, og líka of
mjó. En það sem einna einkennilegast er við göturnar,
er nafnaskiftingin á þeim. Sumum þeirra er skift í
fleiri stutta kafla sem hver heitir sínu nafni, og að því
er virðist alveg að þarflausu, þannig er aðalþjóðvegurinp
sem- liggur inn í borgina að austan og gegnum hana
endilanga og fram á Seltjarnarnes, kallaðúr 5 nöfnum:
austast Laugavegur, þá Bankastræti, Austurstræti, svo
Vesturgata og vestast Framnesvegur. Auk þessa eru
strætin kölluð eða einkend á ýmsan mismunandi hátt,
en alveg reglulaust með tilliti til legu þeirra, átta eða
stefnu, að því er mér skilst. Það eru strœti, götur,
stígir, vegir, sund og torg, alt í einni bendu. —
Þannig hófum vér Lauga?;e<7, Bankastrceti, Lækjargötu,
Smiðjuefí'í/, Ko\a,sund og Lækjartorg o. s. frv,
Væri þessi aðgreining af nauðsyn komin, eða af
hugmynd um komandi nauðsyn, á ókomnum öldum,