Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 48
48
yfh' landið með fölri og kaldxi ásýnd, eins og skáldið
kvað: „Og fjallhnjúkaraðirnar risu í kring, sem risar á
verði við sjóndeildarhring" o. s. frv.
Þá eru sandarnh og hraunin einnig mikilfengleg og
fögm- furðuverk þessa lands. Þessi stórkostlegu hruna-
sár fósturjarðarinnar, sem náttúran er að græða og gera
heilbrigð. Þau koma oss líka til að elska landið, þó ó-
trúlegt virðist. Þau eru það, sem sýna oss, hvað það
heflr orðið að þola á liðnum öldum. Hi'aunin og eld-
gígirnir voru það, sem töfraði kvæðið „Skjaldbreið“
fram af vörum Jónasar Hallgrímssonar. Hann sá það,
sem í kringum hann lá, og skildi það. Ljós hefir hug-
myndin hlotið að vera hjá honurn. Munið þór ekki,
hvernig hann lýsir áhrifum náttúrukraftsins og því er
gerðist fyrir ómunatíð? Hann segir svo:
Belja rauðar blossamóður
blágrár reykur yfir sveif.
Undir hverfur runni, rjóður
reyni stóð i hárri kleif;
blómin ei þá blöskrun þoldu,
blikna hvert á sínum reit,
höfði drepa hrygg að moldu,
himna drottinn einn það leit.
Það, sem hefir verið drepið á hér að framan, getum
vór einmitt glatt oss við í hinni svo kölluðu náttúru.
Hvar sem vér dveljum og í hvaða stöðu sem vór
erum, getum vér vanalega notið fegurðarinnar, sem al-
staðar blasir við oss sýnilega og hugmyndalega, eiirungis
að tilflnningin fyrir henni sé glædd. Öðru máli er að
gegna um þá fegurð, sem ekki fæst nema með ærnu
gjaldi; en vér höfum fyrir augum vorum daglega heila
veröld af takmarkalausri fegurð.