Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 65
65
Ef húsin stæðu svo sem 20 fet frá gangstéttunum,
— og þau gætu staðið í beinum röðum fyrir því — eins
og nú tíðkast í hinum yngri og fegurri borgum utan-
lands, t. d. í Ameríku, og væru svo húsin bygð á hæfi-
legri stærð, eftir þörfum, sem heimili fyrir einstakar
fjölskyldur (eða fleiri fjölskyldur í einu húsi reglulega
sundurdeildu); þá gæfist fólki með því móti kostur á að
rækta og prýða blettina fyrir framan húsin, með grasi,
trjám og blómum o. fl., sór og öðrum til gagns og á-
nægju, og borgarbúum og landsmönnum til sóma; í
stað þess að rækta við hús sín annaðhvort enga slíka
blómreiti, eðá þá að neyðast til að hafa þá við bakhlið
hússins, þar se m óhreinindin eru mest, og þar sem þeir
eru sízt til prýði.
Ef svo að hvert einstakt heimili væri inngirt þann-
ig út af fyrir sig á ræktaðri hæfilega stórri lóð, þá væri
einnig auðveldara fyrir foreldrana að halda börnum sín-
um frá götusollinum, við leiki og ýmisleg, þeim hentug
störf, undir umsjón sinni, utanhúss, og innan takmarka
heimilisins.
Þér foreldrar, æskulýðsins í Reykjavík, sem vitið í
hvaða hættu börnin yðar eru stödd, í ándlegu og líkam-
legu tilliti, með þvi að alast upp á götunum hérna; —
takið þetta til grema.
Hér er hvert einasta hús í fullri eldsábyrgð, eftir
virðingarverði, í útleudum eldsábyrgðarfólögum, upp á
nokkuð hátt áríegt afgjald; og svo er búið þannig um
hvert einasta hús utan og innan, að það sé varla mögu-
legt að það geti brunnið, því flest eru þau járnslegin að
utan, og sé ekki fullnægt þeim ákvæðum í öllum tilfell-
um að hafa 20 fet milli húsanna, þá skal bygður eld-
tryggur steinveggur á milli, „brand-gafl“, og svo er alt
múrhlaðið og járnslegið umhverfis eldstæðin innanhúss