Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 64
64
og þá lielst sem allra stœrst, ef vissa er fyrir að geta
leigt það alt út árlega um alla framtíð, fyrir fulla leigu;
og só höfuðstóllinn nógur til þess. afgangs öðru jafn-
arðvænlegur, — en ég hygg að hvorugt þessara skil-
yrða só nú hór fyrir hendi, nema má ské í einstökum
tilfellum. En svo eru líka ýmsir ókostir við það að byggja
stórt: íbúðin verður ólieimilisleg, og óþægilegri en í
smáhúsunum, sem er þýðingarmeira atriði en flestir ætla.
þegar fátækir menn eiga í hlut, eru vanalega meiri pen-
ingar framlagðir í stóru húsin, í hættu,. á þeirra ábyrgð,
en þeir hafa tryggingu fyrir að geta mætt í óvissri fram-
tíð, ef eitthvað fer öðruvísi en ætlað er.
Þaðerreglahér, aðsetja hús, svoíbúðarhússem önnur,
í beinum röðum þétt fram við strætin eða göturnar. En það
er í alla staði mjög óheppilegt, og ég verð að jata, að óg
undrast stórlega, að þeirri reglu skuli vera fylgt hór
enn. — Að þessu leyti líkist Reykjavík ósnotrari hlut-
um gamalla verksmiðjuborga erlendis, enda eru göturn-
ar hér, svo miklu mjórri víðast en góðu hófi gegnir, að
vagnar með hestum fyrir, geta að eins farist á mis á milli
gangstóttanna, sem þó eru ekki oreiðari en það, að mað-
ur getur, þá fjölment er á þeim, átt á hættu að detta
um tröppurnar við framdyr húsanna, þar sem þær eru
nokkurar og skaga fram á stóttarnar, nema að varúðar
sé gætt. Ef það skyldi liggja fyrir Reykjavík að eignast
rafmagns-sporbrautir í framtíðinni, sem óskandi er að
verði, þá mundi svo að segja öll umferð með fram þeim
verða ómöguleg, nema með því móti, að strætin yrðu
þá breikkuð til stórra muna, og gæti það orðið nokkuð
dýrt gaman, eimnitt af því húsin standa þétt við stræt-
in. — Hér er bráðnauðsynlegt að breyta til, þó seint só,
og það strax.