Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 69
69
Sá maður er fyrverandi landlæknir Scherbeck, ef eg
skil rétt.
Túnin hérna, skógrunnarnir og garðarnir prýða
mikið borgina, og bæta loftið mjög mikið, einkanlega á
sumrin, auk þess sem þau gefa árlega mikinn arð, ef
þau eru vel hirt, sem víðast mun vera, því hér eru tún
vanalega 2 og 3 slegin á hverju sumri, og er það þó
liklega ógrynni fjár, sem hér fer árlega til einkis fyrir
vanhirðing og ónýting á hinum mikla áburði sem hér er
kostur á, þótt talsvert af honum sé auðvitað vel hagnýtt.
— Það er nokkuð dýrt að löggja hinar dýru lóðir
horgarinnar undir tun og, garða, að eins miklu leyti og
gert er hér, og það er; sannarlega alt of dýrt fyrir
fátæka menn. En hins vegar er það auðsætt, að rækt-
uðu blettirnir eru ekki stærri en nauðsynlegt er fyrir
útsjónina og heilnæmi lottsins hér í borginni, sern ann-
ars er nokkuð daunilt stundum, einkum þegar tíðin er
þurkasöm, en þó reyndar hvernig sem viðrar; sem or-
sakast að því er eg hygg, að mestu leyti al „forunum"
og hinum, opnu rennum sem hér liggja milli húsanna
og efþir endilöngum gqtunum, til þess að flytja burtu
allann óþverra sem runnið getur frá bústöðum manna.
Ef þær opnu „rennur" yæru nú að eins rennur með
nægum vatnshalla til þess að rynni úr þeiin, en ekki
viðbjóðslegar forarvilpur, þá væru þær þó, þolanlegri en
þær eru. Ef svo að veitt væri vatni á þær til að hreinsa
þær með, þó ekki væri nema svo sem 2—4 sinnum á
mánuði, og væru jaínframt þakið iyflr dýpstu og hættu-
legustu rennurnar, þá væri það tiltölulega. stór umbót
frá því sem nú er, .pn þyrfti ekki: að verða svo ýkja
dýrt, ef því væri haganlega fyrir komið.
Iðnaður er hér vitanlega lítill enn þá, og fremur
fátt um vélar við þann iðnað eða þau handverk sem
*