Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 7

Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 7
KIRKJURITIÐ 293 vígðu hvert altari og hverja sál á landi hér. Þegar öll ytri veg- semd þessa staðar var fallin, „allt eins og blómstrið eina“, flutti sálmurinn, sem hér var sunginn fyrst yfir látins moldum, sigur- orð lífsins við hverja gröf á Islandi kynslóð eftir kynslóð. Þeg- ar litla, snauða kirkjan, hin síðasta hér, riðaði gisin og fúin á grunni sínum, geymdi hún undir gólfi letur á steini, ritninguna, sem Jón Vídalín lét klappa á legstein sinn: „Guðs heilaga orð stendur stöðugt eilíflega. Grasið visnar, blómin fölna, svo hverf- ur heimsins prýði, en Guðs lieilaga orð stendur stöðugt eilíf- lega“. Og meðan grösin spruttu og féllu á eyðirústum Skálholts- staðar var bókin hans í liverju liúsi á Islandi og orð hans á vörum almúgans, greypt í hjarta þjóðarinnar. Skálholt er meira en minningin, hærra en sagan. Þar var höfuðstaður þjóðar, sem nálega var fallin sjálf, og þá eyddist hann, en ljósið fyrir kirkj- unni gat ekki liorfið sýnum meðan nokkurt íslenzkt auga var heilt. Vér sáum hingað marga nótt og ljósið bað um líf, nýja kveiki, nýjan vita lianda sér, lianda þjóðinni, á helgurn, fölln- um liöfuðstað. Og stundin er komin, Skálholt er að sigra. Hef jið gleðisöng, lirópið fagnaðaróp allar í einu, þér eyðirústir. Heilög Péturskirkja í Skálliolti er endurreist, vegsamleg álitum, og mun framvegis lofa sinn meistara og alla, sem að henni liafa unnið og hana sæmt með ágætum gjöfum. Ekki metumst vér við aðra um vegsemd mannlegra verka. Hér voru fyrr meiri kirkjur og meira búnar en þessi er, þótt í sjálfri þessari bygg- ingu og meðal nýrra muna hér séu fágætir dýrgripir. Án alls samanburðar er óhætt að segja, að vor kynslóð hefur hækkað sína vegsemd, lífs og liðin, með þessu verki. Svo taka aðrar kynslóðir við. Skálliolt liorfir í aldir fram. Og enn er það ljósið fyrir kirkjunni, sem er auður þessa staðar. Ég mun fylla hús þetta dýrð, segir Drottinn. Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en liin fyrri var. Vér þiggjum þetta fyrirlieit í auð- mjúkri tilbeiðslu. Og allar eyðirústir á Skálholtsstað taka undir, allt, sem andleg móðir allra vígðra húsa á Islandi liefur af sér fætt tekur undir. Vér erurn gæfumenn að liafa mátt liefja það verk hér, sem ókomnar aldir munu fram lialda. Og Drottinn, sem fyrirlieitið gefur hann er sá, sem alltaf ætlar oss meira en vér sjáum fyrir, alltaf á meira að gefa en vér höfum þegið eða kunnum að vona. Hin síðari dýrð þjóðarhelgidómsins mun nieÍLÍ verða en liin fyrri var. 1 þessu morgunskini stendur Skál-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.