Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 46

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 46
332 KIRKJURITIÐ til 11. ágúst. Fulltrúi á þessu þingi af hálfu ísl. kirkjunnar var auk mín formaður prestafélags Islands, séra Jakob Jónsson, en fimm aðrir íslendingar sóttu þingið sem opinberir gestir. Undir öðrum lið á dagskrá þessarar synódu verður skýrt nánar frá blæ og störfum þessa þings, auk þess sem ýtarlegar frásagnir af því liafa verið og munu verða birtar í blöðum og útvarpi. Mun ég því ekki fara fleiri orðum um það liér, euda er þar um sb'kan stórviðburð að ræða, sem ekki verður gerð grein fyrir í fáum yfirlitsorðum. Kirkjuþing binnar ísl. þjóðkirkju, liið þriðja í röðinni, var báð í Reykjavík dagana 20. okt. til 2. nóv. að báðum meðtöld- um. Gerðir þingsins bafa verið sendar öllum sóknarprestum og safnaðarfulltrúum, auk þess prentaðar í Kirkjuritinu, og gerist því ekki þörf að rekja þær á þessum vettvangi. Mest og merkust þeirra mála, sem þingið fjallaði um, voru: Afbend- ing Skálholts til þjóðkirkjunnar, en um það gerði þingið álykt- un að tillögu Kirkjuráðs. Samdi ég síðan í samræmi við þá ályktun frumvarp það, er kirkjumálaráðherra flutti á Aljiingi og varð að lögum. Þá var frumvarp um veitingu prestakalla, einnig flutt af mér og Kirkjuráði. Tók það nokkurri breytingu í meðförum Kirkjuþings og var þannig samþykkt með tveim- ur þriðju atkvæða gegn einum þriðja. Frumvarpið var síðan flutt á alþingi að tilhlutun kirkjumálaráðherra, en hlaut ekki afgreiðslu. Loks var frv. um kirkjugarða, sem eftir liið mesta þóf og vafninga er nú orðið að lögum. Hefur það verið á döf- inni árum saman, uppbaflega til alþingis komið frá stjórn- skipaðri nefnd, tvívegis hafði Kirkjuþing afgreitt það einróma frá sér, en alltaf lenti það í byrleysi á alþingi, án þess þó að fram kæmi áþreifanlega, hvað olli. Yildi ég nú fá úr þessu skorið og örlög frumvarpsins ráðin af eða á, svo að kirkjuþing og aðrir aðilar stæðn ekki Jengur í verkleysu og tilgangslausu baksi með þetta mál. Kirkjumálaráðlierra setti nefnd þriggja manna, Auði alþm. Auðuns, Guðmund fulltrúa Benediktsson og mig sem formann til þess að búa frv. að nýju í hendur Kirkjnþings. Eitt meginatriði frv. var frá byrjun ákvæði um kirkjugarðasjóð, þar sem umframfé kirkjugarða skyldi ávaxt- að sameiginlega en lán veitt úr sjóðnum til umbóta á kirkju- görðum. Það upplýstist, að þetta ákvæði var banabitinn, því

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.