Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 91

Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 91
KIRKJURITIÐ 377 <‘I1 sóknarprestur, Stefán Lárusson, þjónaði fyrir altari. Voru sungin sálma- lög eftir þá bræður séra Sigtrygg og Kristinn. Eftir niessu var gengið í Skrúð, þar sem varðinn stendur. Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld flutti ávarp. Formaður Núpverjanefndar, Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhús- sljóri afhjúpaði síðan minnisvarðann með ræðu. Ingimar Jóhannesson, full- ll'úi, flutti minni séra Sigtryggs, Halldór Kristjánsson á Kirkjuhóli minni fi'ú Hjaltlínu. Skólastjórinn Arngrímur Jónsson sleit athöfninni. Mikill söngur var þarna fluttur af Söngflokk Núpverja í Reykjavík og Kirkju- kórnum Hljómhvöt. Minnisvarðinn er gerður af Ríkarði Jónssyni og á honum lágmynd hjónanna. Að lokum var kaffidrykkja. Mikið fjölmenni var þarna saman- komið. NámskeiS fyrir kirkjuorganista og söngstjóra var lialdið í Skálholti 29. ngúst—6. sept. Forstöðumaður þess var Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri. 9 konur og 8 karlmenn sóttu um það og voru í heimavist á staðnum. Kennarar auk söngmálastjóra voru þeir Guðmundur Gilsson organleikari °g Birgir Halldórsson, söngvari. Sunnudaginn 1. sept. flutti sóknarprestur- hin séra Guðm. Óli Ólafsson messu. Sama dag flutti dr. Páll Isólfsson er- mdi í kirkjunni um dr. A. Scliweitzer. Miðvikudaginn 4. sept. var samkoma. Biskup Islands flutti ávarp, en séra Sigurður Pálsson tíðasöng. Þetta er fyrsta námskeiðið á vegum þjóðkirkjunnar, sem haldið er í Skálholti. Biskupinn yfir íslandi vísiteraði Dalaprófaslsdæmi i septemhennánuði s.l. dldarafmœli Skútustaðakirkju var haldið hátíðlegt sunnudaginn 18. ágúst s- k Veður var hið fegursta og mikill mannfjöldi samankominn. Viðstaddir 'oru allir prestar prófastsdæmisins og fyrrv. prófastur séra Friðrik A. Frið- fiksson. Sóknarpresturinn séra Örn Friðriksson prédikaði. Eftir inessu var samkvæmi í félagsheimilinu Skjólbrekku, veitingar miklar og nokkrar fæður fluttar. Meðal ræðumanna var form. sóknarnefndar Jónas Sigurgeirs- son á Helluvaði og Sigurður prófastur Guðmundsson á Grenjaðarstað. Synir Steinþórs Björnssonar fyrrum sýslunefndarmanns á Litlu-Strönd og konu lians, Sigrúnar Jónsdóttur, gáfu ljósprentað eintak af Guðbrands- biblíu. Frú Ólöf Árnadóttir prófasts Jónssonar afhenti og fyrir hönd systk- hia sinna 24 altarisbikara til minningar um móður þeirra Auði Gísladóttur. ^msar fleiri gjafir bárust. Aldarafmœlis Langholtskirkju í Meöullandi var einnig minnzt 18. ágúst. Biskupinn herra Sigurbjörn Einarsson, sem fermdur var í þeirri kirkju Prédikaði ásamt sóknarprestinum séra Valgeiri Helgasyni. Gáfu hisk- upshjónin fagran altariskross til kirkjunnar. Talið er að hátt á fjórða nundrað manns hafi verið viðstatt. Að lokinui messu voru nokkrar ræður fluttar í kirkjunni, en síðan þágu menn ágætar veitingar i samkomuliúsi sveitarinnar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.