Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 42

Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 42
328 KIRKJURITIÐ kalli í N.-Múlaprófastsdæmi. Séra Sverrir er fæddur 27. marz 1922 að Hofteigi á Jökuldal, sonur hjónanna séra Haralds Þór- arinssonar, prests þar og síðar á Mjóafirði, og Margrétar Jak- obsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi á Akureyri 1945 og emb- ætlisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1954. Hann hefur imnið við ritstörf og gefið út Ijóðabók. Hann er ókvæntur. Þessa nýju starfsmenn í prestastétt býð ég velkomna til starfa í kirkjunni og bið þeim blessunar Guðs. Lausn frá embætti hafa fengið: 1. Séra Sveinbjörn Högnason, prófastur að Breiðabólstað í Fljótsblíð, sótti um og fékk lausn frá fardögum 1962. Séra Sveinbjörn er fæddur að Eyslri-Sóllieimum í Mýrdal 6. apríl 1898, sonur Högna bónda þar Jónssonar og konu lians Ragn- liildar Eyjólfsdóttur. Hann lauk slúdentsprófi í Reykjavík 1918 og embættisprófi í guðfræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1925. Stundaði framhaldsnám í Leipzig næsta ár en var setlur sóknarprestur í Laufásprestakalli, S. Þing., frá 1. júní 1926 og vígður 26. s. m. Var veittur Laufás 12. júlí s. á., en Breiðabólstaður í Rangárvallaprófastsdæmi 17. febr. 1927 og liefur bann þjónað því kalli síðan. Prófaslur í Rangárvalla- prófastsdæmi var liann frá 1. júní 1941. Séra Sveinbjörn liefur verið tneð aðsópsmestu mönnum sinnar samtíðar og jafnan látið mikið að sér kveða í embætti og málum kirkjunnar, auk þess sem liann befur verið atkvæðamikill stjórnmálamaður og alþingismaður um langt skeið. Kona hans er þórhildur Þor- steinsdóttir. 2. Jón Ólafsson, prófastur að Holti í önundarfirði, fékk lausn skv. eigin ósk frá 7. júní. Hann er fæddur að Fjósatungu i Fnjóskadal 22. maí 1902, sonur hjónanna Ólafs bónda þar og síðar á Kotungsstöðum Sigurðssonar og Guðnýjar Árnadóttur. Séra Jón varð stúdent 1924 og kandidat í guðfræði 1928. Fékk veitingu fyrir Holti í Önundarfirði frá 1. júní 1929 og vígðist 14. s. m. Hefur hann setið í sama kalli síðan. Hann befur verið prófastur í Vestur-Isafjarðarprófastsdæmi frá 20. júní 1941, kirkjuþingmaður frá 1958 og gegnt mörgum fleiri trúnaðar- störfum. Kona lians er Elísabet Einarsdóttir. Þessum merku mönnum þakka ég mikil störf í ])águ kirkj-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.