Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 8

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 8
294 KIRKJURITIÐ liolt í dag. Og vér lútiim helgri fortíð og blessum lieilaga fram- tíð, sem Drottinn gefur. Og lieilög heit skulu goldin í Drottins nafni. Vér heitum því Gissuri, að liér skuli í lifandi vitund landsins barna verða helgur höfuðstaður Guðs kristni á Islandi. Vér heitum því Þorláki, að liér skuli bent á liugsjón lielgaðs lífs. Vér lieitum því Brynjólfi, að liér skuli krossinn tilbeðinn og bænin vaka. Vér heitum því meistara Jóni, að hér skuli Guðs orði þjónað og boðuð sú trú, „sem blessar og reisir þjóðir“. Með slíkum heitum skal þessi kirkja vígð, þetta er bæn vor í dag, bæn þín, íslenzka þjóð. Þú ert barn þess Skálholts, sem var, og niðjar þínir skulu njóta þess Skálholts, sem verða mun. Og Drottinn allsherjar segir: Ég mun veita heill á þessum stað. Heill hljóti allir þeir, sem liingað sækja nú og síðar. Heill hljóti göfugir gestir, forseti vor og ríkisstjórn og fulltrúar frændþjóða, ailir, sem liér eru innan veggja og allir utan þeirra, sem taka þátt í Iielgri athöfn heima liér og livarvetna. Heill hljóti hver, sem gott hefur gjört og gjöra mun þessu húsi og stað. Heill og blessun búi hér og breiðist liéðan út, ljós Drottins Jesú Krists, að vér sjáum hans dýrð og hans verði dýrðin, liér og á öllum stöðum, í dag og að eilífu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.