Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 12

Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 12
298 KIRKJUIUTIÐ var þaS ekki einungis metnaðarmál heldur ærusök að veita staðnum þá ytri ásýnd, sem sómi væri að. Það hefur nú tekizt með byggingu dómkirkjunnar, sem verið var að vígja. Hún er í sjálfu sér liið fegursta liús og til þess löguð að endurvekja þær sömu minningar, sem við Skálholt eru tengdar. Því að þótt hér hafi margt gerzt, er það fyrst og fremst kristnisaga Jslands, sem okkur kemur í hug, þegar Skálholt er nefnt. Þá skiptir ekki máli, þó að liin kaþólska kirkja liafi miklu lengur en okkar evangelsk-lúterska þjóðkirkja haft biskups- stól í Skálholti. Hin síðartalda er afsprengi og eftir íslenzkum lögum arftaki hinnar fyrri. Siðaskiptin urðu raunar ekki með ljúfu samþykki landsmanna en liafa fyrir löngu unnið sér liefð í hugum þeirra. Annað mál er, að allir kristnir menn hljóta að fagna þeirri viðleitni, sem leiðtogar móður-kirkjunnar hafa nú til eyðingar sundrung innan kristindómsins. Vonandi verður gifturíkur árangur af því frumkvæði á tímum sívaxandi al- þjóðlegs samstarfs, þegar meira liggur við en nokkru sinni fyrr, að bræðralagsliugsjónir kristindómsins verði öflum ófrið- ar og gereyðingar yfirsterkari. Hverju nafni, sem kirkjan liefur nefnzt, hefur boðskapur bennar verið í meginatriðum liinn sami. Við gerum ekki upp á milli kirkjudeilda, þegar við þökkum kirkjunni fyrir þann skerf, sem hún liefur lagt fram til heilla íslenzku þjóðinni. Mestu skiptir að sjálfsögðu sú sáluhjálp, sem liún hefur veitt ótal einstaklingum. En liún á einnig sinn ómetanlega þátt í mótun íslenzkrar menningar og þróun liennar á liverjn, sem hefur gengið. Á þann veg hefur liún vissulega stuðlað að end- urreisn íslenzku þjóðarinnar og lýðveldis á Islandi. 1 þakklætisskyni fyrir allt þetta sainþykkti síðasta Alþingi lög um heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóð- kirkju Islands Skállioltsstað og hlutu þau staðfestingu forseta íslands liinn 26. apríl s. 1. í lögunum segir m. a.: „1. gr. Ríkisstjórninni er lieimilt að aflienda þjóðkirkju ís- Jands endurgjaldslaust til eignar og umsjár jörðina Skálholt í Biskupstungum ásamt öllum mannvirkjum og lausafé, sem nú eru í eign ríkisins á staðnum, enda veiti biskup Islands og Kirkjuráð eign þessari viðtöku fyrir liönd þjóðkirkju Islands og hafi þar forræði um framkvæmdir og starfrækslu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.