Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 13

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 13
ICIRKJORITIÐ 299 2. gr. Ríkissjóður skal árlega greiða kr. 1.000.000.00 í sjóð, sem vera skal til áframlialdandi uppbyggingar í Skálholti og rekstrarfé þeirrar stai'frækslu, sem biskup og Kirkjuráð koma þar upp. Stjórn sjóðsins skipar Kirkjuráð“. Ég sagði að lögin hefðu verið sett í þakklætisskyni fyrir unn- in verk. Rétt er það. En við Skálholt eru ekki aðeins tengdar dýrmætar minningar heldur og bjartar vonir. Þessi lög eru sett í þeirri sannfæringu, að kirkjan kunni bet- ur með Skálholt að fara en nokkur annar. Islendingar treysta þjóðkirkju sinni til þess að nota þessa eign sína svo, að hún verði á ný óteljandi einstaklingum og þjóðfélaginu öllu lil heilla og blessunar. Samkvæmt lögunum er kirkjunni það í sjálfsvald sett, livernig hún starfrækir staðinn. 1 þeim efnum er kirkjan einfær um ákvarðanir, enda er æskilegt að efld séu ráð kirkjunnar yfir liennar eigin málum. Mér veitist sii ánægja og sæmd að lýsa yfir, að ríkisstjórnin liefur ákveðið að nota þá heimild, sem í lögunum er veitt. Leyfi ég mér því að afhenda biskupnum yfir Islandi afsalsbréf fyrir Skállioltsstað ásamt öllum mannvirkjum og lausafé, sem í eign ríkisins eru á staðnum og honum heyra til. Fel ég þjóðkirkj- unni umráð staðarins frá þessari stundu og hið Iiana vel að njóta. Ályktun Kirkjuráðs uni Skálholt Á fundi síniim 19. júlí 1963 samþykkti Kirkjuráð einróma ályktun þá, sem hér fer á eftir: wKirkjuráð lítur svo á, að framtíð liinnar íslenzku þjóðkirkju s® nátengd viðreisn þeirri, sem nú er hafin í Skálholti og tel- ur því að haga beri einstökum framkvæmdum með tilliti til heildarskipulags staðarins og þess markmiðs, að liann verði

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.