Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 14

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 14
KIRKJURITIÐ 300 alliliða menningarmiðstöð og aflvaki í kristnilífi þjóðarinnar. Telur Kirkjuráð, að frumskilyrði þess, að því markmiði verði náð sé, að í Skálholti verði kirkjuleg miðstöð í sem fyllstum rnæli og liafi kirkjan þar svo góða starfsaðstöðu, er framast má verða, og liafi á að skipa sem fullkomnustu starfsliði og forustu. Leggur því Kirkjuráð til: 1. að komið verði upp lýðháskóla, er starfi í anda hinnar norrænu lýðháskólahreyfingar jafnframt því, að liann þjálfi starfslið lianda kirkjunni (safnaðarstarfsmenn ýmiss konar og þá einkum leiðbeinendur fyrir æskulýðinn). 1 sambandi við skólann fari fram námskeiðastarfsemi og mót, sem haldin kunna að verða fyrir innlenda og erlenda þátttak- endur. 2. að komið verði upp menntaskóla, er nái einnig yfir mið- skólastigið. Skólinn stefni að því með kennslu sinni og uppehlis- áhrifum, að nemendur mótist þar af kristilegri lífsskoðun og verði að öðru jöfnu Iiæfari til guðfræðináms. 3. að koma upp prestaskóla (pastoralseminarum) fyrir guð- fræðinga, er ætla sér að ganga í þjónustu kirkjunnar. Fái þeir þar undirbúning, er nauðsynlegur verður að teljast í nútíma- þjóðfélagi til þess að geta leyst af liöndum það trúboðs- og sál- gæzlustarf, er þjóðin í lieild og einstaklingar hennar þarfnast. 4. að koma upp sumarbúðum fyrir börn og unglinga, sem jafnframt yrði æfingaskóli fyrir æskulýðsleiðtoga. Æskilegt væri að tengja þetta sumarbúðastarf búrekstri á staðnum eftir því sem tillækilegt þætti. 5. að koma upp aðstöðu og samastað fyrir þá, sem verja vilja ævikvöldi sínu, tómstundum og leyfum til þess að njóta stað'- arins sér til líkamlegrar og andlegrar hressingar og uppbygg' ingar. Verði mönnum búin aðstaða til fræðiiðkana m. a. með vönduðu bókasafni. 6. að nágrannaprestar staðarins geti jafnframt orðið starfs- menn fyrrgreindra stofnana eftir því sem við verður komið til þess að starfskraftar kirkjunnar nýtist sem bezt og verði sem mestir og fjölbreyttastir á staðnum, til þess að fullnægja þörf- um lians, nágrennis Iians og kirkjunnar í lieild. 7. að endurreistur verði biskupsstóll í Skálholti með þeim liætti, sem við nána athugun þykir henta bezt með tilliti lil allsherjarskipulags og aðstöðu kirkjunnar“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.