Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 19

Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 19
Á heilagri jörð Prédikun fluH á tveggja alda afmœli Hóladómkirkju 25. ógúst 1963 af séra Birni Björnssyni Texti II. Mós., 3, 5. Guðspjall þessa dags er dæmisagan um Fariseann og toll- lieimtumanninn. Þá sögu þekkjum viS öll. Hún skýrir frá tveimur mönnum. Þetta voru um margt ólíkir menn, en eitt var þeim báðum sameiginlegt. Þeir gengu upp í musterið til þess að biðjast fyrir. Báðum bjó í lijarta sameiginleg þörf, þótt bún fengi ef til vill útrás með mismunandi liætli. En þetta var þörf þess að leita Guðs í helgidóminum. Helgidómurinn var þeim báðum kær, lieilög jörð helguð af nálægð Guðs. En þannig hefur þetta ekki aðeins verið um Faríseann og tolllieimtumanninn. Þannig liefur þetta verið í lífi kynslóð- anna öld fram af öld. Hvar sem sterk trú hefur fest rætur og öðlast líf, liafa lielgidómar risið upp, heilagir tilbeiðslustaðir, belgaðir Guði og nálægð lians. Þessir lielgidómar liafa ef til vill verið mismunandi ásýndum, mismunandi glæstir. Sumir báreistir og búnir fögrum munum. Aðrir liið gagnstæða. En eitt var þeim öllum sameiginlegt. Hver þeirra var þeim, sem þangað sóttu, lieilög jörð, Guði lielguð og vígð. Svo liefur þetta einnig verið á okkar landi í lífi hinnar ís- lenzku þjóðar. 1 963 ár liefur kristin trú verið boðuð í þessu bindi. Upp af jarðvegi hennar hafa helgidómarnir risið. Sá fyrsti liér í Hjaltadal að Neðra-Ási. Helgidómar þessa lands voru flestir fátæklegir að ytra búnaði. Löngum lágreistar torf- kirkjur. En þetta voru lielgidómar samt. 1 vitund þjóðarinnar beilög jörð, sem liún sté á í lotningu og tilbeiðslu. Þeir voru yljaðir upp af trii þess fólks, sem fann þar skjól í önn og stríði 'laganna. Og sú blessun, sem þessir helgidómar veittu þjóðinni í baráttu og stríði aldanna, verður aldrei vegin á vog né niæld í tölum. 20

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.