Kirkjuritið - 01.07.1963, Síða 23
KIRKJURITIÐ
309
stað. Hægt og hægt féll flest það, sem minnti á forna frægS.
En það var eitt, sem stóð og reis því liærra. Það var þessi
gamla kirkja, þessi gamli helgidómur.
Matthías Jochumsson segir í ljóði um Hólastað, er niður-
læging lians var stærst: „Ekkja stendur ahlin kirkja ein í tún-
um fornra virkja“, og liann spyr: „Hver vill syngja, liver vill
yrkja, Hóladýrð, þinn erfisöng“. Svo bölsýnt var hið bjart-
sýna skáld á framtíð Hóla, að aðeins eitt var eftir í augum þess.
Að yrkja erfiljóð fornrar frægðar þessa staðar. En þessi erfi-
ljóð hafa enn ekki verið ort og þau verða aldrei ort. Hólar
hættu að lækka. Þeir risu á ný til nýrrar vegsemdar Hvers
vegna? Margt hefur ef til vill stutt að því, að svo varð. En var
það ekki einmitt veigamikill aflgjafi í viðreisn Hóla, að gamla
dómkirkjan stóð liér í fornri vegsemd sinni og tign, þótt flesl
annað væri fallið í niðurlægingu? Ég lield það. Kirkjan minnti
á forna frægð og helgi þessa staðar. Óbeint varð liún mönn-
um livatning til þess að hefja Hóla á ný. Þáttur liennar í við-
reisn Hólastaðar er því ef til vill meiri en margan grunar. Slíkt
hefur lilutverk liennar orðið á þessum stað.
Þessu hlutverki er ekki lokið og verður aldrei lokið. Meðan
kirkjan stendur hér og bendir með turni sínum til himins,
lieldur hún vörð um kirkjulega lielgi þessa staðar. En hún
gerir meira. Hún minnir okkur á, að enn er mikilvægum þætti
ólokið í viðreisn lians. Ég á hér við hina kirkjulegu endurreisn.
Það liafa margra hendur lagzt á eitt til eflingar þessum stað
á undanförnum áttatíu árum. Þeir eiga þakkir skilið, sem hér
hafa lagt hönd að verki með stofnun og rekstri skóla svo og
annarri þeirri starfsemi, sem þátt hefur átt í að lyfta Hólum
á ný. En margt er enn ógjört. Hin kirkjulega endurreisn er
naumast byrjuð. Hún er verkefni, sem kallar á úrlausn. Henni
verður ekki lokið fyrr en „Náðin guðs liin nýja vígir nýjan
Hólastól“, svo notuð séu orð skáldsins. Það er trú mín, að svo
verði fyrr en síöar. Það mun með öðru tryggja, að fornri Hóla-
dýrð verði aldrei sungin nein erfiljóð. Hafin er nú kirkjuleg
endurreisn Skálholts með myndarlegum liætti. Það er okkur
öllum, sem unnum þessu gamla menningar- og helgisetri mikið
fagnaðarefni. Mér er enginn metingur í liuga í sambandi við
íSkálliolt og Hóla. Báða þessa staði ber hátt í sögu þjóðarinnar.
Én ég á erfitl með að liugsa mér annað, en að hlutur þeirra