Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 26

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 26
312 KIRKJUItlTIÐ staðar í níu hundruS og þrettán ár og í þessari kirkju í aldir tvær. Þau orð hafa verið Ijós kynslóðanna í þessu landi öld fram af öld. Megi þau enn lýsa yfir Hólastað, í þessari kirkju, í lijarta livers manns, sem hér stígur fæti á lieilaga jörð um ár og aldir. — Amen. Bjarni Benediktsson: kirkjumálaráSherra á HólahátíSinni 25. ágúst Mér er mikil ánægja að mega tilkynna, að ríkisstjórnin hef- ur ákveðið að beita sér fyrir, að á kostnað ríkissjóðs verði sett- ar kirkjuklukkur í turninn, sem nvi prýðir þennan stað og liclg- aður er minningu Jóns biskups Arasonar. Veit ég, að um þá ráðslöfun verður enginn ágreiningur, því að fáar sagnir tengd- ar við Hóla eru mönnum hugstæðari en sú, að klukkan Líka- böng liafi tekið að hringja af sjálfsdáðum, þegar líkfylgd Jóns biskups og sona lians kom á Vatnsskarð, ]>ar sem fyrst sést ofan í Skagafjörð og síðan liringt öðru livoru, þangað til líkin voru horin Iiér í kirkju og þá með svo miklum undrum, að klukk- an rifnaði. Þessi þjóðsaga er merki þess, hvernig jafnvel dauðir hlutir eru stundum taldir geta lýst mannlegum tilfinningum. Klukk- um verður að liringja, en hljómur þeirra getur liaft margliáttað gildi allt eftir því í hvaða hug hringt er og á er hlustað. Eins og í hinni helgu bók segir: „Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kær- leika, yrði ég hljómandi málmur eða livellandi bjalla“. Innantóm orð eru eins og hvellandi bjalla, en hljómur klukk- unnar getur talað skýrar en tunga mannsins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.