Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 36

Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 36
Sigurbjörn Einarsson, biskup: Ávarp og yfirlitsskýrsla Kæru bræður mínir. Verið hjartanlega velkomnir til prestastefnu. Vér liöfum þegar notið góðrar samveru og hátíðarstunda á helgum Hóla- stað. Eg hafði fyrir löngu áformað með sjálfum mér að hoða til prestastefnu þessa árs liér að Hólum og árétta með því þátt- töku kirkjunnar allrar í þeirri liátíð, sem tveggja alda afmæli dómkirkjunnar gaf skylt og sjálfsagt lilefni til. Hefur sam- vinna um þetta við vígslubiskup og héraðsprófast verið mér hin ánægjulegasta og vil ég þakka þeim og Hólanefnd starf þeirra að undirbúningi liátíðarinnar og öllum sem lögðu frain lið silt lil þess að gera liana svo góða sem raun varð á. Ég vil einnig Jiakka lipurð og fyrirgreiðslu lieimamanna liér um það, að synodus og aðalfundur Prestafélagsins mættu verða liér i framhaldi liátíðarinnar. Ég þakka morgunstundina hér í kirkj- unni fyrir skemmstu, séra Finnboga Kristjánssyni það orð, sem hann flutti oss. Vér komum saman til stefnu vorrar að Jiessu sinni á öðrum tíma árs en venja er til og er það samkvæmt ósk Norðlend- inga, þar sem þeim þótti óhagstætt að liafa afmælisliátíð kirkj- unnar á venjulegum synodustíma, í júnímánuði. Það eitt liefur skyggt á gleði þessarar Hóla-liátíðar, að Hólabiskup, lierra Sigurður Stefánsson, gat ekki sakir vanheilsu tekið þann þátt í lienni, sem ráðgert var og allir voru á einu máli um, að koma ætti í lians hlut. Það er von og bæn vor allra, að hann megi sem skjótasl öðlast lieilsu sína og starfsþrek aftur og stiftið og kirkja landsins megi njóta liæfileika lians óskertra og mannkosta enn um margra ára bil. Dagskrá þessarar synódu hef ég mótað nokkuð á annan veg

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.