Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 39

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 39
KIRKJURITIÐ 325 fertugiir að aldri, fæddur 14. jan. 1927 í Ófeigsfirði á Strönd- um. Voru foreldrar lums Ingigerður Danivalsdótlir og Jón Sveinsson. Séra Ingi lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1947 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands í janúar 1952. Vígðist 10. febrúar s. á. sem aðstoðarprestur til Hestþinga í Borgarfirði en var veitl Norðfjarðarprestakall 8. okt. sama ár og þjónaði liann því til danðadags. Séra Ingi Jónsson var mjög harmdauði sóknarbörnum og starfsbræðrum, því að þar fór lieill og góður drengur. Eldri starfsbróðir Iians og honum nákunnugur komst svo að orði, að hann liafi verið prýði ungra presta í lífi og þjónustu. Ég ætla, að fáir muni telja það ofmælt. Hógvært fas og falslaust hjarta, alúð í starfi og drengileg einlægni voru minnisstæð ein- henni bans. Séra Eiríkur Brynjólfsson, fyrrum prestur að Otskálum, andaðist í Vancouver í Canada 21. okt. 1962. Hann var fæddur að Liiladal í Svínadal í Húnaþingi 7. sept. 1903, sonnr hjón- anna Brynjólfs Gíslasonar, bónda, og Guðnýjar Jónsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1923 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Islands 1927. Hann dvaldist erlendis við framlialdsnám veturinn 1927—’28, en vígðist 13. maí 1928 til Otskálaprestakalls. Árið 1947—’48 þjónaði Iiann Fyrsta hit- herska söfnuði í Winnipeg, en prestur þess safnaðar, dr. Valdi- mar J. Eylands, gegndi prestsstörfum í Útskálaprestakalli á með- an. Fjórum árum eftir lieimkomuna eða 1. júní 1952 fékk séra Eiríkur lausn frú embætti og fluttist til Canada, þar sem liann tók köllun sem prestur íslenzks safnaðar í Vancouver. Því starfi gegndi hann meðan heilsa entist, en um alllangt skeið nndanfarið átti liann við þungbæra vanheilsu að stríða. Hann hvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Oerðum í Garði, 4. nóv. 1945. Þau eignuðust 3 hörn, sem öll eru á lífi. Séra Eiríkur var tápmikill fjörmaður og hugmaður, glæsi- menni í sjón og í allri framkomu í kirkju sem utan, manna hezt máli farinn og raddmaður ágætur, áhlaupamaður til allra verka og mjög ástsæll af söfnuðum sínum. Áér rísum úr sætum og minnumst þessara látnu bræðra, vottum þeim þakkir og virðingu og ástvinum þeirra samúð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.