Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 40

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 40
326 KIRKJURITIÐ Fjórar prestsekkjur hafa látizt á árinu. 1. Auður Gísladóttir, ekkja séra Árna Jónssonar, prófasts að SkútustöSum. Hún andaðist 27. júlí 1962, rúmlega 93 ára gömul, f. 1. marz 1869. 2. Ragnhildur Teitsdóttir, fyrri kona séra Böðvars prófasts Bjarnasonar á Hrafnseyri, lézt 30. jiilí, hálfníræð að aldri, f- 22. júlí 1877. 3. Ingihjörg Magnúsdóttir, ekkja séra Björns Björnssonar í Laufási, dó 28. sept. og liafði 5 um nírætt, f. 11. maí 1867. 4. Jóhanna Eggertsdóttir Briem, ekkja séra Einars Pálssonar, síðast prests í Reykliolli, dó 4. des. níræð að aldri, f. 2. fehrú- ar 1872. Vér heiðrum minningu Jiessara merkiskvenna og þökkuin störf þeirra um leið og vér rísum úr sætum. Björn Rögnvaldsson, hyggingameistari, andaðist 17. sept., á sextugasta og áttunda aldursári. Hann liafði um margra ára skeið eftirlit með prestssetrum ásamt öðrum eftirlitsstörfuin með opinberum hyggingum, teiknaði allmörg prestsseturshús og sá um smíði þeirra. Prestastéttin liafði því mikil samskipti við liann um árabil. Hann var lipurmenni liið mesta í viðkynn- ingu og vildi jafnan vel gera, enda velviljaður stétt og kirkju, en þau umsvif, sem á liann var hlaðið og naum fjárráð, gerðu það að verkum, að góðvilji lians naut sín oft ekki sem skyldi. Vér minnumst Björns Rögnvaldssonar þakklátum huga og lieiðrum minningu lians með því að rísa úr sætum. Sex kandidatar hafa á árinu verið vígðir til prestsembæltis. L Páll Pálsson vígðist 2. sept., setlur frá 1. s. m. sem að- stoðarprestur í Víkurprestakalli í Mýrdal í fjarveru sóknar- prestsins, séra Jónasar Gíslasonar, er fengið liafði leyfi frá enih- ætti um árs skeið til þess að vinna að fræðilegri rannsókn. Leyfi þetta hefur nú. samkvæmt ósk séra Jónasar, verið fram- lengt um fjóra mánuði og séra Páll fallizt á að þjóna embætt- inu á meðan. Séra Páll Pálsson er fæddur í Reykjavík 26. maí 1927, son- ur hjónanna Páls yfirkennara Sveinssonar og Þuríðar ICára- dóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949, lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1955 og emh-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.