Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 43

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 43
KIRKJURITIÐ 329 unnar og flyt þeim og heimilum þeirra einlægar blessunarósk- ir í nafni vor allra. Breytingar á embættisþjónustu hafa orðið sem liér segir: Séra Rögnvaldur Finnbogason, settur prestur að Valþjófs- stað í N.-Múl., var skipaðnr sóknarprestur í Stafboltsprestakalli í Mýraprófastsdæmi frá 1. sept. 1962. Séra Árni Sigurðsson, prestur á Hofsósi, var skipaður sókn- arprestur í Norðfjarðarprestakalb í S.-Múl., frá 1. nóv. Séra Oddur Tborarensen, áður á Hofi í Vopnafirði, var skip- aður sóknarprestur í Hofsósprestakalli, Skag., frá 1. júlí 1963. Séra Björn H. Jónsson hefur verið skipaður sóknarprestur í Húsavíkurprestakalli frá 15. júlí s. 1. Býð ég hann velkominn að nýju í þjónustu kirkjunnar. Hann var settur sóknarprestur í Árnesprestakalli í Strandaprófastsdæmi 1. júlí 1951, skipað- ur 2 árum síðar, en fékk lausn frá embætti að eigin ósk í far- dögum 1956. Hefur liann síðan verið kennari við gagnfræða- skóla liér í Reykjavík. Séra Sigurður Ó. Lárusson í Stykkisliólmi sótti um og fékk lausn frá prófastsstörfum frá 1. ágúst 1962, en gegnir áfram prestsembætti. I hans stað var séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík skipaður prófastur í Snæfellsnessprófastsdæmi frá sama tíma. Sama dag voru og skipaðir prófastar þeir séra Trausti Pét- ursson í S.-Múlaprófastsdæmi og séra Erlendur Sigmundsson í N.-Múlaprófastsdæmi. Settir prófastar hafa verið: Séra Sigurður Guðmundsson, Grenjaðarstöðum, í Suður- Þingeyjarprófastsdæmi, frá 1. okt. 1962, séra Sveinn Ögmunds- son, Kirkjubvoli, í Rangárvallaprófastsdæmi, frá 1. júní 1963, séra Jóliannes Pálmason, Stað í Súgandafirði, í Vestur-lsa- fjarðarprófastsdæmi, frá 1. júní, og séra Skarphéðinn Pétnrs- son, Bjarnanesi, í Austur-Skaftafellsprófastsdæmi frá 1. júní. Séra Björn O. Björnsson, fyrrv. sóknarprestur, þjónar eins og stendur Seyðisfjarðarprestakalli, þar eð séra Erlendur próf- astur Sigmundsson liefur fengið leyfi frá embætti um nokk- urra mánaða skeið. Séra Sigmar Torfason gegnir prófastsstörf- um í fjarveru lians. Þrír luku guðfræðiprófi á árinu: Bjarni Guðjónsson og Felix Ölafsson í janúar, Björn Björnsson í maí.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.