Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 45

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 45
KIHKJUIUTIÐ 331 var lieimilað að notfæra sér það, sem notliæft væri úr þeirri kirkju, þar eð Hesteyrarsókn var komin í eyði fyrir allmörg- um árum. Reyndist hún allmjög fúin svo að Súðavíkurkirkja má teljast nýtt Iiús að miklu leyti. Að Höskuldsstöðum í Húnavatnsprófastsdæmi var vígð ný kirkja 31. marz og að Lundi í Borgarfirði 23. júní. Loks var Skálholtskirkja vígð 21. júlí. Allar eru þessar kirkjur vönduð liús og vegleg hver með sínum Iiætti, þó að frá heri að sjálfsögðu um Skálholtskirkju, sem hefur sérstöðu, að henni stendur þjóðin öll og margir örlát- ir gefendur erlendir. En hinar kirkjurnar eru allar söfnuðum sínum til sóma og bera vitni um framtak, atorku og fórnfýsi. Á s. I. sumri visiteraði ég Suður-Þingeyjarprófastsdæmi, pré- dikaði á öllum kirkjum og að auki í tveimur samkomuhúsum. Auk venjulegrar skoðunargjörðar og viðræðna um safnaðar- mál, ræddi ég sérstaklega við fermingarbörn hverrar sóknar og önnur ungmenni, og var sá þáttur nú eins og að undanförnu ekki sízt ánægjulegur og mér minnisstæður. Með mér í för var Laufey Olson, safnaðarsystir frá Winnipeg, er hafði fengið fararstyrk til íslands frá Lútherska heimssambandinu til þess að kynna sér kirkjulíf hér. Hún er íslenzkrar ættar og talar íslenzku og ávarpaði börnin á flestum kirkjum. Öllum söfn- uöum prófastsdæmisins votta ég þakkir fyrir ágæta þátttöku og góða samveru. Á heimilum prestanna naut ég og föruneyti mitt frábærrar gestrisni og sérstaklega alúðlegar fyrirgreiðslu af þeirra liálfu á allan liátt. Ég þáði boð Kaupmannahafnarbiskups til þess að taka þátt í biskupsvígslu í Frúarkirkju 16. júní s. 1., en þar var vígður biskup til Árósa og varabiskup til Færeyja, samkvæmt nýsett- um lögum um, að Færeyjaprófastur skuli verða vísibiskup. Daginn eftir, 17. júní, var ég gestur Islendinga í Kaupmanna- liöfn og flutti ræðu á fullveldisliátíð þeirra. Einnig tók ég hoði biskupsins í Niðarósi um að flytja fyrir- lestur í Niðaróssdómkirkju og prédika þar á Ólafshátíð þessa árs. Fyrirlesturinn flutti ég 26. júlí og prédikaði sunnudaginn 28. og var þeirri messu útvarpað. Hátíðinni lauk á Stiklastöð- um 29. júlí og daginn eftir liélt ég til Finnlands til þess að sækja þing Lútherska heimssambandsins, sem stóð yfir 30. júlí

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.