Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 48

Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 48
334 KIRKJURITIÐ gamall, eins og fleiri, og lief því nokkra reynslu af kjarabót- um og endingu þeirra — þá hefur þó það áunnizt, að fengizt hefur mikilsverð viðurkenning á sanngjarnri stöðu presta í launastiga. Sá ávinningur verður varla aftur tekinn, liverju seni fram vindur að öðru leyti. Annað mál, sem lýtur að hag presta og aðstöðu, er áhyggju- efni, en það er prestssetrin. Um margra ára skeið liafa fjár- veitingar til nýbygginga á prestssetrum og endurbóta á eldri húsurn verið stórum minni en sannanleg nauðsyn krafðist, einkum þegar miðað er við hækkandi byggingarkostnað. Á síð- asta þingi hafðist þó fram liækkun á fjárveitingu til nýbygg- inga, sein nam einni milljón króna, úr 1,8 í 2,8 millj. 1 tillög- um míniim um þennan lið fjárlaga fyrir þetta ár, lá þó fyrir, að miðað við hyggingarvísitölu ætti framlagið að vera 3,6 rnill j., ef gengið er út frá því, sem veitt var árið 1957. Með slíkri fjár- veitingu væri þó litlir möguleikar á að komast fljótlega úr því skuldafeni, sem orðið hefur ólijákvæmileg afleiðing af stefnu undanfarinna ára á þessu sviði, og lialda jafnframt í liorfi uin umbætur á liúsakosti prestssetranna. Ég Iief unnið að því að fá skipaðan sérstakan eftirlitsmann með prestssetrum, er starfaði á vegum húsameistara ríkisins og biskups og hefði alla umsjón með byggingarframkvæmdum og viðgerðum prestssetursliúsa. Hef ég vonir um, að þetta nái fram að ganga, þótt það hafi dregizt langt um það fram, sem ég liafði ástæðu til að ætla að verða iiiundi. Um fjármál kirkjunnar að öðru leyti væri annars margt að segja, þótt ég felli það undan að þessu sinni að ræða þau efni á víðara grundvelli. Ég vil aðeins geta þess, að tveir þingmenn fluttu á síðasta alþingi tillögu til þingsályktunar þess efnis að skora á ríkisstjórnina að kanna livaða leiðir væru fyrir hendi til þess að afla Jijóðkirkjunni tekjustofna. Bentu þeir á þá stað- reynd í greinargerð, hve fjárráð íslenzkra safnaða eru takmörk- uð og aðstaða Jieirra til aðkallandi átaka, svo sem kirkjubygg- inga, erfið. Var og á Jiað hent, að eins og nú er háttað í þjóðfé- laginu væri opinber aðstoð eða fyrirgreiðsla við söfnuðina og kirkjuna í lieild að ýmsu leyti óeðlilega lítil, ekki sízt þegar tek- ið er tillit til þess sluðnings, sem látin er í té við margvíslega fé- lagsinála- og menningarstarfsemi. Þingsályktunartillaga Jiessi kom seint fram á Jiinginu og var ekki rædd, en liún er athyglis-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.