Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 63
Ávarp heimsþingsins
(Heiinsþing lútlierstrúannanna var, sem kunnugt er, ltaldið í
Helsinki 30. júlí—11. ágúst. Að þessu sinni er Iiirt liér aðeins
hið almenna ávarp, sem samþykkt var í lokin).
Frá allri heimsbyggðinni liöfum vér safnazt saman í Helsinki,
og einkunnarorð vort er „Kristur í dag“. Enn höfum vér fengið
reynslu fyrir því, að Kristur sameinar oss án tillits til allrar
mannlegrar aðgreiningar, af því að liann gerir að engu það,
sem aðskilur oss frá Guði. Við daglega guðsdýrkun, samfundi
og viðræður liöfum vér að nýju skynjað leyndardóm frelsarans,
sem leiðir oss fram fyrir lifandi Guð, tekur á sig sekt vora
frammi fyrir Guði, endurnýjar líf vort og færir þannig í rétt
]>orf liina mannlegu tilveru vora um tíma og eilífð.
Vér lifum meðal kynslóðar, sem er full vonar, og kvalin af
ótta. Á öld atómorkunnar, þotuflugsins og geimferðanna gera
margir sér í liugarhmd, að fullnaðarsigur yfir fátækt og hungri,
sjúkdómum og styrjöldum sé harla nærri. — Þrátt fyrir þetta
lifa menn fremur en nokkru sinni fyrr við tortryggni, fordóma
°g liatur, en fyrst og fremst í ótta við atómstyrjöld, er valda
myndi fullkominni tortímingu. Djúp er sú gjá, er að greinir
eldri og yngri kynslóð. Það, sem yngri kynslóðin fagiiar sem
tákni framtíðarinnar, fyllir eldri kynslóðina tortryggni og
áliyggjum, og það, sem eldri kynslóðin eitt sinn taldi þýðingar-
mikið og dýrmætt, liefur í augum unga fólksins orðið auvirði-
og úrelt.
Nútímamaðurinn s[»yr ekki framar, „Hvernig get ég fundið
náðugan Guð?“ Spurning hans er róttækari, frumstæðari: Hann
spyr um tilveru Guðs, „Hvar er Guð að finna?“ Hann þjáist
ekki vegna reiði Guðs, heldur vegna þeirrar tilfinningar, að
G«ð sé fjarri. Ekki vegna syndarinnar, heldur sökum þess, að