Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 66

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 66
352 KIltKJUltlTIÐ kristni og engin sáluhjálp. Sú áherzla, sem lögð’ var á skírn- artöku allra Islendinga þegar eftir kristnitöku, sýnir glöggt hvert alvörumál var hér á ferð. Skírnin var staðfesting þess, að slitiS var að fullu sambandinu við liina heiðnu guði. Það var fyrir öllu. Um undanfarandi fræðslu gat því ekki verið að ræða. Þegar frá leið mun þó hafa verið regla að kenna skírn- þegum trúarjátninguna (Credó) og Faðir vor. önnur uppfræð- ing varð að bíða betri tíma. Engin vissa er fyrir því, að fleiri kennimenn liafi verið hérlendis kristnitökuárið en þeir sjö, er þá voru staddir á Alþingi. Geta þessara manna var tak- mörkuð, þótt ekki sé að efa, að þeir liafi lagt sig alla fram til eflingar hinum nýja sið. Nokkuð kann að liafa komið af prest- um til landsins næstu árin, en margir hafa þeir ekki verið. Og ofan á prestaekluna bættist það, að hinir erlendu prestar nutu sín eigi, þar eð þeir skildu lítt eða ekki tungu lands- manna. Það er fyrst með valdatöku Ólafs konungs Haraldssonar í Noregi, að liér varð nokkur breyting á. Sem konungur Noregs laldi liann Island innan áhrifasvæðis síns. Við vitum, að liann vildi færa konungsvald sitt til Islands sem það var í Noregi- Ahugi lians á eflingu kristnihalds náði og til Islands. Hann gaf efnivið lil Þingvallakirkju og liann sendi liingað tvo biskupa til þess að styrkja og skipuleggja kristnihakl landsmanna. Bjarnvarður Vilráðsson, er íslendingar kölluðu liinn bókvísa, kom fyrst. Hann dvaldi liér í fimm ár, efldi kirkjulega löggjöf og kom án efa ýmsu góðu lil vegar. Hinn síðari biskup var Kolur. Er ekki að efa, að hann liafi verið liinn mætasti mað- ur. En hans naut ekki lengi við. Hann andaðist liér og fékk leg í Skálliolti, fyrstur biskupa í íslenzkri mold. Eyrir atbeina Olafs konungs og sennilega Bjarnvarðs bisknps lögðust hér af ýmsir heiðnir siðir svo sem barnaútburður, launblót o. fl- Árið 1030 kom svo liingað til lands þriðji Irúboðsbiskupinn, sá maður, er án efa varð drýgstur til álirifa á íslenzka kristm allra erlendra mann á 11. öld. Hann var enskur eins og Bjarn- varður bókvísi, og hann liafði, eins og hann, komið til Noregs með Ólafi konungi ásamt liópi biskupa og presta frá Englandi eða úr Normandíi til að kristna þau lönd, er konungur liefði vald yfir. Þessi maður var Rúðólfur eða Hróðólfur eins og Ari fróði kallar liann. Meðan Ólafur konungur réði Noregi, vann

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.