Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 76

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 76
362 KIRKJUBITin ættismaður. Sjálfur var liaiui leiStoginn og andlegt líf þessara fanga „var eins og lifandi lind í eyðiniörk eymdar, örvænt- ingar og dauða“. Ári síðar var honum sleppt úr liahli og komst liann þá við illan leik til Berlínar. Þar stóð liann uppi eignalaus, vinlítill og farinn að lieilsu. En liann bar brennandi hugsjón í brjósti. Hann bafði fengið köllun, sem bann trúði á. Hann var sannfærður um að endur- vakning kristinnar trúar gæti ein orðið Þjóðverjum til bjargar. Og umfram allt yrði almenningur, fólkið sjálft að eignast lif- andi trú. Þess vegna undirbjó liann liinn fyrsta „kirkjudag“. Fjöldafund leikmanna þar sem menn skyldu iðka sálmasöng, Biblíulestur, og trúarlegar viðræður í nokkra daga. Margir bristu böfuðið yfir þessari bugmynd. Fannst upphafsmaður- inn dálílið undarlegur, töldu að liann gengi með lausa skrúfu. En þetta fór ób'kt betur en áhorfðist. Allar hrakspár urðu til skammar. Fyrsti kirkjudagurinn var haldinn í Essen 1950. Fasta gest- ir voru 25.000. Síðustu samverustundirnar mættu um 200.000 manns. 1954 var kirkjudagurinn haldinn í Leipzig í AusturÞýzka- landi. Þar voru um 650.000 manns í lokin. Síðan hefur mönn- um þar austur frá verið torveldað að sækja kirkjudaga og beinlínis bannað að sækja til Dortmund í sumar. En þar koni saman geysi fjölmenni í lok júlímánaðar. Jafnan sækja fjöl- margir menn frá fjarlægum löndum þessa kirkjudaga. Það er ekki ætlun von Tliaddens að stofna nýja kirkju eða sértrúarflokk, lieldur vekja kirkjuna til lífs. Eins og fyrr segir lieldur liann því fram að liver kristinn maður eigi að vera starfandi í þjónustu Krists -— leysa í 1 jósi lians og með lijálp lians sín eigin vandamál og vinna jafnframt að lansn vandamála alls þjóðfélagsins. Kristnir menn eru ekki kallaðir til að lialda að sér liöndum í trúarlegu tilliti livers- dagana, þótt þeir spenni greipar í bæn á sunnudögum. Þeim er ætlað að móta samtíð sína í kristnum anda. Nýja-testa- menntið er ekki úrelt, boðskapur þess er enn jafn áríðandi og mikilvægur og á tímum Krists sjálfs. Hann skapaði enga prestakirkju, lieldur stofnaði lifandi söfn- uð. Og bann sendi lærisveina sína út til að boða orðið og vinna

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.