Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 83

Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 83
KIltKJUltlTIÐ 369 Vegna þess að mig langaði til að fá að starfa meira sem prest- U1' og mér þótti of lítill verkahringurinn minn að þjóna aðeins einni kirkjusókn, sótti ég vorið 1900 um Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. Var ég nú orðinn æfður í ræðugjörð. Fór ég vestur, flutti ]>ar guðsþjónustu fyrir fjölda fólks úr báðum sóknum, og var síðan kosinn með yfirgnæfandi atkvæðafjölda. Höfðu sex prest- ar sótt, en þar af komust þrír á kjörskrá, samkvæmt þágildandi prestskosningalögum. Nú var ég þá búinn að fá stærri verkahring en áður, tvær kirkjusóknir, og undi ég vel liag mínum hvað prestsstörfin snerti. Kirkjurnar voru svo vel sóttar, vetur og sumar, að orð var á gert, og munu hafa verið einna bezt sóttar í allri sýslunni. Eigi hygg ég, að það liafi verið af því, að ég liafi verið betri prestur en aðrir, síður en svo, lieldur var það að þakka vin- saelduin mínum, sem ég varð þráfaldlega var við lijá fjölda fólks, eða mér er óhætt að segja nálega öllu sóknarfólki mínu. í*ar gengu á undan, sem í öllu er betur mátti fara, bændahöfð- nigjarnir Ólafur Jónsson, hreppstjóri á Geldingaá í Leirársókn °S Bjarni Bjarnason, lireppstjóri á Geitabergi í Saurbæjar- sókn. Voru þeir báðir mikilliæfir menn og sjálfstæðir í skoð- nnum, sjálfkjörnir forvígismenn í öllum sveitarmálum og fjöldinn fylgdi þeim í livívetna. Þeir voru báðir kirkjulega sinnaðir og sóttu jafnan helgar tíðir, er þeir máttu því við Eonia. Var Ólafur meðhjálpari í Leirárkirkju, en Bjarni org- anleikari í Saurbæjarkirkju. Er mikilsvert fyrir presta, að hafa slíka kirkjulega sinnaða forvígismenn í sóknum sínum. Þar sem líðan mín í Saurbæ var góð og ég átti góðum vin- sældum að fagna hjá sóknarfólki mínu og prestsstörf mín gengu VeE liugði ég ekki á að sækja burtu, eða komast í aðra stöðu, er mér liefði máske tekizt, ef lagt liefði kapp á. Mér fannst prestsstaðan ánægjuleg að mörgu leyti og mér féli vel að fram- kvæma kirkjulegar athafnir. Að öllu athuguðu lield ég, að ég hafi verið á réttri hillu að gjörast prestur, þó ég verði að við- nrkenna ófullkomleika minn í þeirri grein og fyndi vel, að í yntsu mátti betnr gera. Ég liafði einlægan viija á, að uppfræða hörn. Ég stofnaði lestrarfélag í Saurbæjarsókn. Ég liúsvitjaði ‘l hverju liausti. Ég var sáttanefndarmaður í háðum sóknum og i°m nijög oft sáttum á meðal manna; mátti undantekning •eita, væri máli vísað til dómstóla. Einnig talaði ég milli ósáttra 24

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.