Kirkjuritið - 01.12.1971, Blaðsíða 42
ing Lúthers á annarri grein trúarjátn-
ingarinnar, sem lauk upp fyrir mér
fagnaðarerindinu og heimi þess. Ég
heyrði séra Bjarna fara með hana af
predikunarstóli í Dómkirkjunni, og
það varð ný tilvera, sem ég get ekki
lýst, eitthvað sem gerðist innra með
mér.
— Það varð lausnarorðið.
— Já, ég vissi það að svo var, um
leið og hann sagði: ,,Ég trúi því, að
Jesús Kristur, sannur Guð, af Föðurn-
um fœddur frá eilífð og sömuleiðis
sannur maður fœddur af Maríu mey,
sé minn Drottinn, sem mig glataðan
og fyrirdœmdan mann h e f u r end-
urleyst, friðkeypt og frelsað frá öllum
syndum, frá dauðans og djöfulsins
valdi." Það var eins og hugur minn
og hjarta hefðu opnazt rétt áður en
hann sagði þetta, og þegar hann
sagði orðin: hefur endurleyst,
friðkeypt og frelsað, þá
allt I einu rann það upp fyrir mér sem
sœl vissa, að þessu verki var lokið.
Kristur hafði frelsað mig, þegar hann
vann sitt hjálprœðisverk á krossinum.
Það hafði gerzt fyrir löngu. Og það
varð lifandi fyrir mér þetta, sem Guð
hafði gert fyrir alla synduga menn.
Hann hafði einnig gert það fyrir mig,
frelsað mig í Kristi.
Ég var lengi í Konsó í dag
— Nú veit ég, að séra Friðrik hefur
haft á þig mikil áhrif. Það fer ekki
hjá því. En hvað um séra Friðrik og
kristniboðið?
— Séra Friðrik hafði vakandi skiln-
ing á kristniboði. Hann talaði oft urn
kristniboð og hafði sérstakan áhuga'
man ég, á Japan. Og einn sá bezn
kristniboðssöngur, sem gerður er a
íslenzku, er einnig sá fyrsti, þýddur
af séra Friðriki: ,,Ég þúsund raddir
heyri hljóma." — Ákaflega voldugur
söngur. Sami hugur kemur e'nn|g
fram í söngnum ,,[ öllum löndum H
sig býr." — Séra Friðrik talaði °f
við okkur um kristniboð. Þegar 01°
ur kom heim 1928, man ég, að sera
Friðrik fékk hann til að koma I dn9
lingadeildina. Sérstaklega man
eftir einum fundi. Við vorum þá sV°
fáir, að fundurinn var hafður innl
lestrarstofunni hjá séra Friðrik, og Þar
var stórt borð. Og þar kom Ólcdur
og talaði við okkur út frá orðunurn'
,,Með hverju getur ungur maður ha1
ið vegi sínum hreinum?" Svo sa9
hann okkur sitt af hverju um kristn'
boð.
Þó kom bezt í Ijós síðar, þe9ar
kristniboðsins fór að gœta meira .
áhuga KFUM-fólks og kristniboðarn"
fóru að koma til sögunnar, að sérö
Friðrik sá rcetast vonir og draurr,a'
sem hann hafði átt. Hann lýsti n
vígslu kristniboða uppi I Vatnask°9
og tók þátt í kristniboðssamkomun1'
og það gat engum dulizt, að P
var maður, sem bœði skildi kristn'
boð og unni því. Og hann bað hvern
dag fyrir Konsó, eftir að starfið þa
var hafið, orti meira að segia
um
það þulu, sem hann lét okkur hey1^
Oftar en einu sinni sagði hann vl;
mig: ,,Ég var nú lengi suður í K°nS
í dag."
— Og átti þá við bœnina?
— Já, hann átti við bœnina.
40