Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1971, Page 12

Kirkjuritið - 01.12.1971, Page 12
dómsorðin um eitt sauðahús og einn hirði? Ég tala um þó kristna menn, sem virða og elska trú sína og telja hana vera sína beztu eign, sann- kallaða perlu, sem allt annað vœri gefandi fyrir; ég tala um þá kristna menn, sem aumkast yfir þá, er bágt eiga, og harma fyrir þeirra hönd, er ekki eiga kost á perlu trúarinnar, og sem því lifa og deyja vansœlir, móts við það, sem oss gefst kostur á. Slík- ur kristinn maður þykist ekki betra geta gert með afgangseyri sinn, held- ur en verja honum til þess, að út- breiða trú sína. Það má nœrri geta, hvort honum þyki nokkrir skildingar of dýrmœtir til þess, fyrst hann met- ur ekki líf sitt of dýrt i þá skuld, ef því er að skipta. Það, sem á vantar, að ég hafi sannað nauðsyn kristniboðsfélags, og það, sem trúrœkni þjóðarinnar og dýr- mœti málsins ekki hrökkva til, það felég Herra kirkjunnar, sem hefur ótal vegi til að útbreiða sína dýrð og dýrkun á jörðinni. Hann mun þessu máli vel til vegar koma. — Ég hrœðist hvorki fátœkt þjóðarinnar né auðvirðileika uppástungumanns- ins. Ég hef tekið eftir þvl, að Drottinn framleiðir einatt mikið af litlu. Þann- ig getur hann með þessari fámennu og fátœku þjóð, gert gagn annarri stœrri og ríkari þjóð, það gagn, sem ekki verður metið eftir mœlikvarða veraldarvitringanna. Það frœkorn sannleikans og náðarinnar, sem ver á þessum tímum sáum á hentugum stað, getur, á nœstu þúsund ára öld, borið þúsund faldan ávöxt, og það yrði oss þúsundfaldur ávinningur. Að hinu leytinu trúi ég því, að uppá- stungan geti gengið fram eins fyr,r því, þótt hún komi úr hörðustu átt; af norð-austurútskaga landsins, fra ungum og óreyndum presti. Ég 9ef trúað biskupi vorum til að taka málió að sér eins fyrir því, og bera Þa^ á örmum sér, ég get trúað helzt° mönnum landsins, kennilýðnum, þjóð' arfulltrúunum og öðrum forvíg15' mönnum vorum, til þess að láta g0,t mál ekki gjalda uppástungumannS' ins, þótt hann sé fáum kunnur °9 eigi lltið undir sér. Ekki hrœðist e9 heldur spottarana, sem þykir rnáI þetta litlu skipta, með þvl þeim finnst ekkert til um yfirburði kristinnar tr°' ar fram yfir önnur trúarbrögð, °9 telja kristna menn hvorki betri ne sœlli fyrir sakir trúar sinnar. Þess,r menn þekkja ekki trúarinnar ág^1 á sjálfum sér, taka nafnkristna fyr,r sannkristna og dœma svo blindir ura lit. Þeir sjá það siðar, sem þeir sla ekki nú. Ekki hrœðist ég heldur hc<9 frœðingana, sem reikna á fingrurri sér, hvað mikið fé mundi ganga úr landinu til kristniboðsins, að áh|0 sllkt ófœrt, þar eð allt sé ógert heim°- Þessir menn sjá ytri hliðina, en ekk| hina innri; þeir lita á útgjöld, en ekk1 tekjur. Geta þeir þá líka reiknað, hvl 11k bœtandi áhrif þetta hefur á þi°Ó ina I siðferðilegu tilliti, hve margra augu uppljúkast, til að fara skynsam lega að ráði sínu, um leið og Þe'r snúa enn betur huga sínum að þvl' sem mest á riður, og ástunda að lata gott af sér leiða? Geta þeir sagr' hve margir peningar sparast fyr,r kristilegt samheldi guðhrœddra fe lagsmanna, og vekjandi áhrif, ser^ þeir kunna að hafa á aðra út I fra' út 10

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.