Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1971, Side 8

Kirkjuritið - 01.12.1971, Side 8
Sr. GUNNAR GUNNARSSON: Aðal velferðarmálið „Á aðfangadag þjóðhótíðar" heitir ritgerð síra Gunnars Gunnarssonar, prófo5,s á Halldórsstöðum í Bórðardal, er birtist í „Norðanfara" 21. maí 1873. Kirkjurit'® birtir nú þann hluta ritgerðarinnar, er nefnist „Aðalvelferðarmólið", vegna ÞesS að hún er stórmerk kirkjusöguleg heimild um kristniboðsóhuga þessa manns °9 hvatningu hans til stofnunar íslenzks kristniboðsfélags ó Þjóðhótíðinni 187^’ Þessi hluti ritgerðarinnar birtist nú með leyfi Ólafs Ólafssonar, kristniboða, se'1' gróf ritgerðina úr gleymsku og birti hana alla í smóritasafni sínu „Frœkorn" °rl 1948. Stafsetningu er haldið eins og Ólafur gekk fró henni, en hann hafði hana til nútíðarstafsetningar. Sama er að segja um bréf fró síra Hólfdóni EinofS syni á Eyri til sonar síns, Helga Hólfdónarsonar, prestaskólakennara, sem einn'9 birtist með leyfi Ólafs. Síra Gunnar Gunnarsson á Halldórsstöðum var sonur síra Gunnars GunnarssonOr< prests í Laufási og konu hans, Jóhönnu Kristjönu Gunnlaugsdóttur Briem. Honn fœddist 11. marz 1839 og dó 21. október 1873 rúmlega 34 ára að aldri. K°n° síra Gunnars á Halldórsstöðum var Valgerður Þorsteinsdóttir, prests að Hó151 • Þau eignuðust sex börn og misstu fimm þeirra á fyrsta og öðru ári, hvert ef,,r annað. Yngsta barn þeirra lifði, Jóhanna, er giftist síra Theodóri á Bœgisá. Síra Björn Halldórsson í Laufási mœlti svo eftir sira Gunnar á Halldórsstöðun1- „ . . . Hann var prestur með lífi og sál, hirðir safnaðar síns í verki og sannleik0' sem predikaði einn með hinum fremstu, andríkur og hjartnœmur, sem barnö frœðari umfram alla, er ég hefi vitað dœmi til . . ." Frekari frœðslu og aðgenð^ lega um þennan merkilega prest er að finna í „Frœkorn" síðara bindi, þar e ekki eru tök á að gera œviferli hans betri skil í Kirkjuritinu nú. 6 A

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.