Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 29
Kristilegs stúdentafélags. Sr. Gísli er
í Reykjavík 26. marz 1952, sonur
hjónanna Arnfríðar Ingu Arnmunds-
óóttur og sr. Jónasar Gíslasonar,
óósents. Hann lauk stúdentsprófi
^972 og embættisprófi í guðfræði í
maí 1977. Kona hans er Árný Alberts-
dóttir.
2 Pálmi Matthíasson vígðist 18.
september á Akureyri af vígslubisk-
uPi Pétri Sigurgeirssyni, settursókn-
arprestur í Melstaðarprestakalli, Hún.
|rá 1. sept. 1977, en veitingu fyrir því
kalli fékk hann 1. maí 1978. Sr. Pálmi
er f. á Akureyri 21. ágúst 1951. For-
®ldrar hans eru hjónin Jóhanna María
Pálmadóttir og Matthías Einarsson,
'ógregluvarðstjóri. Hann lauk stúd-
er*tsprófi 1971 og embættisprófi í
puðfræði í maí 1977. Kona hans er
’dnnur Ólafsdóttir.
3- Hjalti Hugason vígðist 6. nóv-
erT|ber, settur frá 1. s. m. sóknar-
Prestur í Reykholtsprestakalli, Borg.
br- Hjalti er f. á Akureyri 4. febrúar
952. Eru foreldrar hans hjónin Rósa
^jaltadóttir og Hugi Kristinsson, af-
Sreiðslumaður. Hann lauk stúdents-
Prófi 1972 og embættisprófi í guð-
ræði í maí 1977. Kona hans er Ragn-
eiðúr Sverrisdóttir. Sr. Hjalti mun í
Suniar hverfa utan til framhaldsnáms.
Pessum ungu liðsmönnum fögn-
rn vér heilshugar. Vonir eru við þá
undnar, sem Guð láti rætast.
^reytingar
a hafa þessar breytingar orðið:
^r. Jakob Ágúst Hjálmarsson,
e°knarprestur á Seyðisfirði, var skip-
Ur sóknarprestur í ísafjarðar-
prestakalli frá 1. október 1977.
Sr. Svavar Stefánsson, settur sókn-
arprestur í Norðfjarðarprestakalli, var
skipaður í nefndu kalli frá 1. desem-
ber 1977.
Sr. Sighvatur Birgir Emilsson, sett-
ur sóknarprestur í Hólaprestakalli,
Skag., var skipaður í það kall frá 1.
júní s. I.
Sr. Stefán Eggertsson, Þingeyri,
var settur prófastur í ísafjarðarpróf-
astsdæmi frá 1. okt. 1977, skipaður
frá 1. des.
Sr. Jón Einarsson, Saurbæ, hefur
gegnt prófasststörfum í Borgarfjarð-
arprófastsdæmi í veikindaforföllum
sr. Leós Júlíussonar á Borg.
Dr. Einar Sigurbjörnsson, sóknar-
prestur í Reynivallaprestakalli, Kjal.,
var skipaður prófessor í guðfræði frá
1. janúar 1978.
Dr. Sigurður Pálsson, vígslubisk-
up, sagði lausri þjónustu sinni í Reyk-
hólaprestakalli frá 1. nóv. 1977, og
hafði þá þjónað þar sem settur prest-
ur í fimm ár. Hann hefur aukið þætti
við merkan starfsferil sinn með þess-
ari þjónustu, en hún kom sér næsta
vel þar sem enginn hefur sótt um
þetta víðlenda prestakall og torvelt er
að sjá því fyrir nágrannaþjónustu.
Þeim vígslubiskupshjónum eru þakk-
ir færðar fyrir starf þeirra vestur þar.
Sr. Jón Kr. ísfeld tókst á hendur
þjónustu Reykhólaprestakalls frá
nefndum tíma og er kallið enn í góð-
um höndum og vandi leystur meðan
svo mástanda.
Kirkjuvígslur
Neskirkja í Aðaldal var endurvígð 30.
okt. eftir stækkun og mikla viðgerð.
107