Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 62

Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 62
mannlegrar tilveru sem eru íbúandi í veru Krists. Hið eilífa sköpunarorð Guðs, sem varð hold í Jesú Kristi, skal stöðugt holdgast á ný í lífi og þjón- ustu kirkjunnar. / ööru lagi, kirkjunni er fengið það hlutverk að vera hin stríðandi kirkja Krists. Þetta hlutverk hennar ræðst af því, að kirkjan er kölluð til þjónustu í heimi, sem kross- festir Krist. Guðsríkið er að sönnu í nánd og kraftar þess eru þegar að verki. En fylling tímanserenn ókomin og unz hún kemur má kirkjan vita, að heimurinn ersamurvið sig. Hann vík- ur sér undan þeirri ábyrgð, sem hann er skapaður til að bera og leitast stöðugt við að breyta hinni góðu sköpun Guðs í óskapnað. Gegn þessum öflum niðurrifs og afbökunar á Guðs vilja stríðir kirkjan. Ekkert svið mannlegrar tilveru er undanskilið í þessu efni. Maðurinn í heiminum sem ein heild sneri baki við Kristi á kross- inum. Þessi bitri sannleikur um manninn hvetur kirkjuna til raunsæis gagnvart möguleikum mannsins til þess að byggja sér veröld réttlætis, friðar og fagnaðar. Hlutverk kirkjunnar, í þriöja lagi, ræðst af þeim skilyrðum sem þegar hafa verið gefin til kynna. Vitjunatími kirkjunnar er sá tími, sem henni er skammtaður á milli upprisunnar og hins efsta dags. Á þessum tíma er henni ætlað að lifa í heiminum og með heiminum, en ekki að koma í stað heimsins. Þetta merkir öngvan veginn, að kirkjunni beri að láta heiminn óáreittan, né heldur að hún eigi að láta sér lynda, að heimurinn marki henni áhrifasvæði að eigin geðþótta. Fjarri fer því. Miklu fremur skilur kirkjan þjónustuhlutverk sitt við heiminn svo, að henni ber að skipa framvarðarsveit þeirra afla. sem færa heiminn nær því marki, sem hann er ákvarðaður til, að vera sjálf- um sér samkvæmur sem sköpun Guðs, hvorki meira né minna. Sjálfs- blekking heimsins, sem er undirrót alls sem miður fer, er jafnan fólgin 1 því, að maðurinn tilbiður skepnuna i stað skaparans, setur sjálfan sig Þar sem Guð ætti að vera. Andspænis þessari blekkingu flytur kirkjan manninum þau tíðindi, að þá lausn, sem hann stöðugt leitar eftir, og þann tilgang, sem hann spyr um, sé að finna í viðurkenningu hans sjálfs a eigin eðli sem sköpun. Slík viður- kenning, sem merkir í raun, að mað- urinn viðurkennir réttlætiskröfu Guðs sem skapara, er reyndar for' senda þess, að maðurinn fái notið þjóðfélagslegs réttlætis. Að svo sé ræðst af því, að um leið og maðurinn gefur sínu eigin lífi gildi sem Guðs sköpun, þá viðurkennir hann rétt allra annara manna til þess að njóta þessa sama lífsgildis. Allir menn hafa frá skaparans hendi sama rétt tij þeirrrar lífsfyllingar, sem býr í hinm góðu sköpun Guðs. Réttlætiskrafa Guðs er því í eðli sínu krafa um fél' agslegt réttlæti. Það er einkum í Ijósi þessarar nið- urstöðu, sem oss virðist tímabært að undirstrika mikilvægi hins þjóðfél- agslega umboðs kirkjunnar. Kirkjan. sem samkvæmt köllun sinni flytur heiminum réttlætiskröfu Guðs, er kölluð til sívirkrar þjónustu til eflingar á félagslegu réttlæti í samskipturn manna. Henni er fullkunnugt um 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.