Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 35
skilningi, að hann er engu háður nema oröi Guös. í ávarpi biskups segir: Nú brýni ég alvarlega fyrir þér að prédika Guðs orð hreint og ó- ^engað, eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum, og í anda vorrar evangelisku 'úthersku kirkju, og hafa hin heilögu sakramenti um hönd samkvæmt boði Krists og með lotningu. Á þessu hvílir öll áherzlan og hvernig hér tekst til sker úr um það, hvað fær staðizt fyrir Guði. Það er mikill ábyrgðarhluti að vera fengið í bendur heilagt starf, sem umlykur beiður og málstað Jesú Krists, en ég held líka, að ekkert starf gefi meiri fyllingu, svo framarlega sem maður hhinnist þess fyrir hvern er unnið. það er álit hans, sem skiptir máli - annað ekki. Honum eigum við að ðeðjast, ekki mönnum, annars vær- um við ekki lærisveinar hans. Svo ég víki aftur að náminu, þá er Pað mín skoðun, að fátt veki meiri virðingu fyrir orði Guðs, en elskan til ðdskrar tungu. Stundum heyrist því 'eVgt, að grískunámið sé tímasóun, P- e- menn líti aldrei framar á frum- jextann eftir að þeir hafa staðið upp ra síðasta embættisprófinu. Ég hygg að hlutur grískukennslunnar í guð- r®ðináminu megi ekki vera minni. ^aður finnur það vel eftir fyrstu árin í sfarfi, að það er prédikunin, sem ^e|ður manni mestum áhyggjum. Það Sr hart að fá þetta gullna tækifæri á Verjum helgum degi til að koma oðskapnum til skila og finna með Jalfum sér, að orðin missa marks. 'ð sjáum af dæmi frelsarans, að þau rða hans, sem áttu að skiljast, skildi hvert mannsbarn. Til þess að orð Ritningarinnar, sem liggja til grund- vallar prédikuninni, séu skýr og Ijós, þarf góða og vakandi kunnáttu í grísku og textarýni. Markmið pré- dikunarinnar hlýtur alltaf að vera það að kalla fram viðlíka viðbrögð hjá á- heyrendum og komu fram hjá þeim sem fyrst heyrðu orðið og trúðu. Að sjálfsögðu megum við samt ekki horfa framhjá fræðsluþætti boðunar- innar og að sérhver kristinn maður þarf að læra kristna merkingu orða og hugtaka. Kjörinn vettvangur, a. m. k. í sveitaprestakalli, eins og ég hef þjónað síðustu fjögur árin, er að hús- vitja og komast þannig í nána snert- ingu við þær spurningar og þau trú- arlegu vandamál, sem knýja á hjá fólki. Það er hætt við að prédikað sé fyrir daufum eyrum, ef þessi viðbrögð vantar. í þessu sambandi langar mig að geta þáttar í íslenzku kristnilífi, sem hefur verið alltof lítið sinnt, en virðist nú vera að færast í aukana. en það eru Biblíulestrarnir. Þar hygg ég að presturinn nái oft betra sambandi við söfnuðinn, en í prédikun guðs- þjónustunnar, og þar að auki — og það er aðalatriðið - þá lokgst eyru áheyrandanna fyrir allri boðun, ef þeir byggja ekki heyrn sína á námi og lestri Biblíunnar. Þessi þáttur guðfræðinámsins, prédikunarfræðin, fannst mér ófull- nægjandi á mínum námsárum. Fjórar prédikanir voru samdar á námstím- anum og flestar urðu þaer, a. m. k. hjá mér, eins konar guðfræðilegar rit- gerðir um textann. Til þess að prédik- un sé prédikun má ekki slíta hana úr tengslum við lifandi tilbeiðslu. Þetta 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.