Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 64

Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 64
réttlætiskröfunni sem kærleikslög- mál Krists boðar. í raun boðar þessi tvískipting ekki, að hið veraldlega svið sé leyst undan réttlætiskröfu Guðs, heldur er gerður skarpur greinarmunur á, hvort sú krafa er skoðuð í Ijósi Guðs sem skapara eða Guðs, sem endurleysir manninn í Jesú Kristi. Sköpunarvilji Guðs á að ráða innan veraldlega sviðsins, en sá vilji er talinn setja markið ekki eins hátt hvað varðar réttlætiskröfuna og kærleiksvilji Krists. Nú ber að hafa í huga, þegar minnst er á þessa kenningu Lúthers, að hann setur hana fram m. a. til að andmæla að hans mati algjörlega óréttlætan- legri íhlutun kaþólsku kirkjunnar í veraldleg málefni og vaidabrölti hennar á því sviði. Einnig var hann að andmæla þeirri kenningu, að maður- inn af verkum sínum, þ. e. þátttöku sinni á hinu veraldlega sviði, gæti afl- að sér verðleika til sáluhjálpar. Guð einn réttlætir manninn af synd, og réttlætisverk mannsins, þau er hann vinnur sem góður og réttsýnn þegn í samfélaginu, ráða engu í því tilliti. Að þessu tvennu leyti teljum vér kenn- inguna enn vera í fullu gildi. Kirkjunni ber tvímælalaust að forðast að hrifsa til sín veraldlegt vald. Að því leyti er hennar ríki ekki af þessum heimi. Hennar vald er eðlisólíkt drottnunar- valdi furstans, þar eð furstinn stjórn- ar með valdboði, en kirkjan rekur er- indi kærleikans. Hvað varðar hin and- mælin, er lúta að réttlætingu af trú en ekki af verkum, þáefumstvérekki um gildi þeirra, enda boðar verkaréttlæt- ið jafnan, að maðurinn telur sér trú um, að hann geti lifað án Guðs. En þótt tveggja-ríkja-kenningin hafi á sínum tíma haft réttmætu hlut- verki að gegna innan tiltekinna marka, þá ætlum vér, að hún hafi gert meira ógagn en gagn í sögunnar rás. Hún hefur eðlilega mest látið að sér kveða innan lútherskrar kristni og gefið henni svipmót, sem hún áýmsa lund ber enn í dag. Ýmis afbrigði kenningarinnar hafa komið fram, en sameiginlegt þeim öllum er áherzlan á að takmarka umboð kirkjunnar og um leið umfang fagnaðarerindisins við hið andlega svið. Það afbrigði, sem einna mest hefir gætt í samtíma- guðfræði er hin svonefnda „guð- fræði sköpunarformanna", die Theo- logie der Schöpfungsordnungen- Kunnir málsvarar þeirrar guðfræði- stefnu voru svissneski guðfræðing- urinn Emil Brunner og þýzki guð' fræðingurinn Paul Althaus, en margir aðrir merkir guðfræðingar koma og við sögu. Samkvæmt þessari stefno ber að líta á grundvallarstofnanir hvers þjóðfélags, einkum fjölskyld' una, vinnuna og hin efnahagslegu °9 pólitísku valdakerfi, sem sköpunar- form, skikkan skaparans. Sem slíkar tjá þær sköpunarvilja Guðs, en end- urlausnin í Jesú Kristi hefur nánas ekkert með þær að gera. Kærleikskra Krists er þar af leiðandi gerð óvirk a þessum sviðum, en í stað hennar skulu vera í gildi lögmál, sem talin eru vera meira í samræmi við eðli þeirra stofnana, sem hér um ræðir. Augljóst er, að með þessu rnóti e^ kirkjunni ætlað að tileinka sér e|n hvers konar hlutleysisstefnu á hin veraldlega sviði. Umboð hennar næ aðeins til einstaklingsins í hans sálar 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.