Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 52

Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 52
og í ritum sem þeir gefa út og virðast þau högg fyrst og fremst beinast gegn greininni sem slíkri. Þannig má með sanni segja að sín ögnin sé af hvoru, súru og sætu, þeg- ar litið er til stöðu kristinna fræða í skólunum á því Herrans ári1978. Eins og ég drap á eruð þið margir hverjir í skólanefndum og/eða við kennslu- störf auk tengsla ykkar við heimilin vegna prestsþjónustunnar og hafið því gott tækifæri til að kynna málið, kveikja og örva áhuga, vekja athygli á nýju námsefni, hvetja til þáttöku í námskeiðum og örva foreldra til að láta sig málið varða. Ég heiti á ykkur til fulltingis og lýsi mig jafnframt til þjónustu reiðubúinn eftir því sem geta og tími leyfir. Hluti af starfi mínu er í því fólginn að heimsækja skóla, sé þess óskað, ræða við kennara og vera þeim innan handar. Sé heim- sókna eða annarrar aðstoðar óskað með góðum fyrirvara verður slíku sinnt nema óvænt atvik hamli. Athyglisvert starf hefur þegar verið unnið varðandi ýmsar greinar grunn- skólans og hafa kennarar sýnt nýj- ungum hrósverðan áhuga. Vonandi er að svo verði einnig um kennslu í kristnum fræðum. Ég þakka ykkur að hafa Ijáð mér eyra og bið ykkur blessunar. Um frelsi kristins manns, eftir Martein Lúther Ennfremur er trúnni svo háttað, að sá, sem trúir öðrum, trúir honum vegna þess, að hann telur hann réttlátan, sannorðan mann, en það er hinn mesti heiður, sem unnt er að sýna öðrum manni, eins og það er hins vegar hin mesta vansæmd, ef hann telur hann óáreiðanleg- an, ósannorðan, léttúðugan mann. Svo er einnig, ef sálin trúir orði Guðs fastlega, þá telur hún hann sannorðan, trúan og réttlátan og sýnir honum með því hinn langmesta heiður, sem henni er unnt. Því að þá samsinnir hún honum, játar rétt hans, heiðrar nafn hans og lætur hann ráða fyrir sér eins og hann vill, því að hún efar ekki, að hann sé trúr, sannur í öllum orðum sínum. Hins vegar verður Guð ekki gerð meiri vansæmd en að trúa honum ekki, en með því telur sálin hann ótraustan, ósannorðan, óáreiðanlegan, og afneitar hon- um með slíkri vantrú að sínu leyti og setur upp hjáguð síns eigin geðþótta í hjarta sínu gegn Guði, eins og hún vissi betur en hann. Þegar Guð sér, að sálin viðurkennir sannleika hans og heiðrar hann þannig með trú sinni, heiðrar hann hana aftur á móti og telur hana einnig trúa og sanna fyrir þá trú. Því að sé sannleikur og réttlæti Guðs játað, - það er réttlæti og sannleikur og gerir manninn réttan og sannan, þar eð það er satt og rétt, að sannleikur Guðs sé játaður, en það gera þeir ekki, sem trúa ekki og eru þó að fást við og mæðast við mörg góð verk. Úr þýðingu sr. Magnúsar Runólfssonar 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.