Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 72

Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 72
páskum, hvítasunnu og jólum. Þetta samþykkjum vér og varðveitum, þó að vér kjósum fremur sálma úr Saltara, eins og fyrrum var, og þaðan hafa þau verið tekin, þá látum vér oss nú lynda viðtekna iðkun. Vilji einhverjir sam- þykkja að hafa messuupphaf á post- uladögum, Maríumessum og á öðrum helgramannadögum (að því tilskyldu, að það sé tekið úr Saltaranum eða öðrum ritningum), þá munum vér ekki fordæma það. Vér í Wittenberg leit- umst við að hafa þetta í sunnudags- helgihaldinu eingöngu og á Kristshá- tíðum og höfum alveg aftekið allar helgramanna hátíðir. En sé eitthvað gott í þeim, þá álítum vér, að til þess skuli vísa í predikuninni á sunnudög- um. Kyndilmessu og Boðunardag Maríu höldum vér sem Kristshátíðir eins og þrettánda og áttadag. Á Stef- ánsdag25 og Jónsdag guðspjalla- manns26 viljum vér hafa messuupp- haf27 eins og á jólum. Krossmessur séu bannsettar með öllu.28 Aðrir gjöri eftir samvizku sinni eða með til- liti til veiklyndis annarra, það, sem andinn blæs þeim í brjóst. í öðru lagi er svo Kyrie eleisonw og syngjum vér það eins og hingað til hefir verið gert með mismunandi lög- um og á hinum ýmsu hátíðum með eftirfarandi lofsöng englanna: Dýrö sé GuSi i upphæðum,:í0 þó sé það á valdi biskupsins hve oft hann vill sleppa honum. í þriðja lagi fari á eftir bæn þessi eða kollekta. Sé hún guðrækileg (sem þær eru oftast, sem hafðar eru á sunnudögum) og haldist í venjulegri notkun, en hún sé aðeins ein. Eftir þetta er ræðing pistilsins. Víst er sá tími ekki kominn að bryddað sé upp á nýbreytni hér, þar eð ekkert óguðlegt er lesið. Þó er það sjaldgæft að lesnir séu þeir hlutar úr bréfum Páls, Þar sem trúin er kennd, heldur miklu frem- ur það, sem fjallar um hegðun og svo hvatningar. Sá, sem raðaði niður þess- um pistlum, virðist hafa verið sérlega ólærður og slíkur maður, sem hefir íhugað verkin með hjátrúarákafa.31 Þjónustan þarfnast þess fremur, að þær ræðingar32 séu hafðar í mein hluta, sem kenna trúna á Krist. Sann- lega sést það oftar í guðspjöllunum, hver svo sem hefir verið höfundur þessara ræðinga. En nú um tíma mun predikun á móðurmáli fylla upp í þetta. Annars getur það orðið svo í fram- tíðinni, að messað verði á móðurmáli (Kristi þóknist það), og verk sé hér að vinna, svo að beztu og hinir betri hlut- ar pistla og guðspjalla verði lesnir ' messunni. í fjórða lagi sé sunginn þrepsöng- ur'->3 með tveim versum ásamt halleluia eða hvort tveggja eftir úrskurði bisk- upsins. En föstuþrepsöngvar'M °9 35 Stefánsdagur píslarvotts er 26. des. * Jónsdagur (í jólum) er 27. des. 37 officium er hér I merkingunni messuupphaf eða introitus 28 Festa S. Crucis anathema sunto. (Kross- messa á vori er 3. maí: Fundur krossins. Krossmessa á hausti er 14. sept.: Upphafn- ing krossins.) 150 20 Miskunnarbæn: Kyrie eleison: Drottinn unna þú oss. 30 Gloria in excelsis. 31 et superstitiosus operum ponderator. 32 Ræðing: lesinn kafli úr Ritningunni, 33 graduale. 3-r gradualia quadragesimalia. mis^' lectio-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.