Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 36
Sr. Sigfinnur Þorleifsson
samhengi prédikunar og safnaðar
skorti algerlega á mínum námsárum í
guðfræðideild H. í., og þegar maður
lítur á þessar ræðuritgerðir sínar, þá
hefur maður í höndunum skólabók-
ardæmi um það, hvernig ekki á að
prédika. Ekki þar fyrir, að prédikun
okkar er alltaf ófullkomin og mesta
furða, hvað safnaðarfólk hefur mikið
umburðarlyndi gagnvart óreyndum,
nývígðum presti. En að flytja þessar
skólaprédikanir yfir þeim söfnuði,
sem maður hefur verið settur til að
þjóna, væri eins og að lesa upp úr
forystugreinum dagblaðanna yfir
fólki úr öðru sólkerfi. Fátt hefði verið
manni betra vegarnesti út í starfið, en
prédikunarskylda á námsárunum,
helzt úti í sínum eigin söfnuði og yröi
það áreiðanlega ávinningur bæði fyr'
ir guðfræðideildina og kirkjuna í
heild. Þetta starf þyrfti að launa og
árangurinn mundi ekki láta á sér
standa í meira lifandi starfi kirkjunn-
ar.
Það er stundum sagt, að menn hefj'
guðfræðinám trúaðir og Ijúki því trú'
lausir. Þettaerekki mín reynsla. Náið
samfélag stúdenta og kennara,
bænagjörðir og guðfræðilegar um-
ræður hjálpuðu a. m. k. mér til a°
finna nokkra fótfestu í trúnni. En
margt má betur fara, og ég held að t-
d. prédikunarskylda úti í söfnuðun-
um og í nánum tengslum við
tilbeiðslu stuðli betur en flest annað
að trúföstum þjónum innan íslenzku
kirkjunnar.
Ég hef gert mér dálítið tíðraett um
prédikunina í þessu ágripskennda er-
indi mínu um guðfræðimenntun og
prestsþjónustu, og er það kannske
114