Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 46
SIGURÐUR PÁLSSON, námstjóri:
Kristin fræði í grunnskóla
Ný námskrá — nýtt námsefni
Herra biskup, ágætu prestar og aðrir
fundargestir.
Ég vil byrja á að þakka það tækifæri
sem mér gefst hér til að fara fáeinum
orðum um kennslu kristinna fræða á
grunnskólastigi, einkum með tilliti til
nýrrar námskrár. Námskrá þessi kom
út á árinu 1976 og hefur á síðustu
misserum verið unnið að gerð nýs
námsefnis fyrir grunnskólastigið í
samræmi við hana. Fer sú vinna fram
á vegum skólarannsóknadeildar
menntamálaráðuneytisins. Mér
finnst einkar viðeigandi að þessi
kynning skuli fara fram á presta-
stefnu þar sem rætt er um kirkju
komandi ára.
Mig langartil að hafa að þessu ofur
lítinn inngang áður en ég kem að
kjarna málsins og hyggst síðan
klykkja út með fáeinum hvatningar-
orðum til þessarar samkomu. Enda
þótt fræðslulög og reglugerðir kveði
ekki á um tengsl þjóðkirkjunnar og
játninga hennar við kennslu kristinna
fræða á skólum, hljóta slík tengsl eigi
að síður að teljast harðla eðlileg,
hvort heldur sem sagan er skoðuð
eða sú staðreynd að 95% þjóðarinnar
telst til kirkjunnar. Það er því að mínu
mati sjálfsagt, hvað sem öllum ,,para'
gröffum“ líður, að þessir aðilar,
þjónar kirkjunnar og þjónar skóla-
kerfisins, viti hver af öðrum og hafi
nokkra samvinnu um þessi mál, þ- e-
kristna fræðslu ungmenna á skóla-
skyldualdri. Hitt vil ég minna á og
leggja mönnum á hjarta, að forskólar
og dagvistunarstofnanir sem sífeH*
fleiri börn dvelja á, bjóða að öðru
jöfnu ekki upp á kristna fræðslu ne
heldur framhaldsskólar.
Hverfum skamma stund á vit sög-
unnar.
Stiklað á stóru.
Glögg og þýðingarmikil þáttaski
urðu í kennslu kristinna fræða á IS'
landi með starfi Ludvigs Harboes a
íslandi á árunum 1741-1745. Llrn
heimsókn þessa segir Gunnar M-
Magnúss svo í riti sínu Saga alþýðU'
fræðslunnar á Islandi: „Það var eng-
um vafa undirorpið, að koma Har-
boes hingað til iands hafði mikla og
124