Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 42
starf og vel það úr, af því að ég hefi
það skjalfest í greinargjörð um kenni-
mannlegt nám undirritaðri í dymbi)-
viku 1977. Þarsegir m. a. um kennslu
í ræðugjörð eða predikunarfræði:
„Einnig skal stefnt að því að fá til lið-
sinnis kennara utan deildar, svo sem
presta með mikla predikunarreynslu
og einnig unga presta, þar sem
reynsla fyrstu prestskaparára er fersk
og nærtæk." Og hvernig svo sem
þessari einstöku hugmynd reiðir af,
þá er ég í engum vafa um, að það
geturverið guðfræðideild ávinningur
að fá einstaka presta að liðsauka við
kennsluna, enda hefir það raunar
tíðkazt öðru hverju. En þessu mætti
koma á einhvern fastan grunn og al-
veg tímabært að hugleiða og ræða
fyrirkomulag þvílíkrar samvinnu hér
og nú, þegar væntanlega líðurað því,
að reglugjörð hleypi heimadragan-
um.
Ensnúum okkurþáaðendurnýjun-
armenntuninni. Þetta fyrirbæri eða
hliðstætt því gengur undir mörgum
nöfnum eftir því, frá hvaða sjónar-
horni horft er á það, eins og símennt-
un, endurmenntun, viðhaldsmennt-
un, eftirmenntun, framhaldsmennt-
un. Leyfi ég mér þá fyrst að vitna í
aðra greinargjörð um kennimannlegt
nám samda í apríl s. I., þar sem segir
m. a.: ,,Þá ber að stuðla að því, svo
sem kostur er, að sóknarprestum
verði gjört kleift að afla sér endurnýj-
unarmenntunar á vegum guðfræði-
deildar, en þar er undir högg að
sækja hjá fleiri aðilum (en guðfræði-
deild og prestastétt). Þvílíkt nám ætti
raunar að vera skylda."
Nú er að virða þetta fyrir sér nokkru
gerr. Sú hugmynd hefirverið reynd á
seinustu árum, að deildin efndi til
stuttra námskeiða eða umræðufunda
utan Háskólans í samvinnu við sókn-
arpresta. Er þess skemmst að minn-
ast, að s. I. vetur fóru kennarar ásamt
stúdentum til Innri-Njarðvíkur í boði
sóknarprestsins þar, sem átti ríkan
þátt í að gæða dagstundina lífi ásamt
sóknarprestinum í Keflavík. Við-
fangsefni þessa fundar var boðun
orðsins. Má segja, að þarna hafi pre-
dikunin verið gegnumlýst þátttak-
endum til gagns og sálubótar. A
heimleiðinni var létt yfir mannskapn-
um, sem þótti deginum hafa verið vel
varið. Þegar þessi efni ber á góma í
umræðu kennara deildarinnar, kem-
ur einatt fram, að þeir gjöra sér þess
glögga grein, ef sá draumur á eftir að
rætast að efna til námskeiða innan
veggja Háskólans, þar sem sóknar-
prestar væru þátttakendur, hversu
veigamikið þetta gæti orðið í þá veru
að móta deildina, hvílíkurfengur vseri
að fá presta með margháttaða
reynslu sína til að sitja á bekk með
stúdentum, sem munar í andblæ
prestlegri þjónustu og prestlegu
starfi. Þannig yrðu prestar ekki að-
eins þiggjendur, ef til þvílíkra sam-
vista yrði stofnað, heldur einnig veit-
endur, kannski ekki síður veitendur,
þegar öllu er á botninn hvolft.
í þeim tillögum um kennimannleg
nám, sem líkur eru til að hljóti af-
greiðslu innar tíðar, er m. a. gjört ra
fyrir viðamiklum valbálkum, sern
stúdentum gefst kostur á að velja a
milli að loknu fornámi eða inngangs'
námi. Þessi námskeið, sem yrðu
umsjá margra kennara, standa væri -
120