Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 59
mennsku gagnvart þeirri ábyrgð, sem
hann er skapaður til að bera. Vantrú-
á hinn bóginn, er fólgin í því, að
aiaðurinn víkur sér undan ábyrgð-
'nni, virðir að vettugi lögmál sköpun-
arinnar og rýfur þannig samfélag trú-
ar og trúmennsku við Guð.
Að þessu sögðu um eðli trúarinnar,
sem nú er skilgreint sem þátttaka
mannsins í hinni áframhaldandi, sí-
staeðu sköpun Guðs, ætti Ijóst að
Vera, að vart er hugsanleg verri af-
skraeming á trú í biblíulegum skiln-
'ngi en að líkja henni við afstöðu aft-
Urhalds eða íhaldssemi. Sköpunarverk-
'nu er ekki lokið í eitt skipti fyrir öll.
Sköpun mannsins markar að vísu
Þáttaskil, því að með henni hefst
f^amvinda sögunnar. En sú fram-
V|nda er skoðuð sem vettvangur
hinnar sístæðu sköpunar, þar sem
maðurinn leggur sitt af mörkum ým-
'st til góðs eða ills eftir því hvort þátt-
taka hansákvarðast af trú eða vantrú.
Sé sá skilningur á eðli trúarinnar,
sem að ofan greinir, hafður í huga,
Verður einnig Ijóst, að umfang hinnar
rúarlegu afstöðu er jafn rúmt og um-
ang sjálfrar sköpunarinnar. Með öllu
Verður óréttlætanlegt að marka
runni bás á einhverju tilteknu þröng-
a sviði, t. d. á sviði svonefndra and-
,e9ra mála, eða sníða henni stakk eft-
lr írnynduðum andlegum þörfum
nt^nna. Þegar eitthvað slíkt á sér stað
yr jafnan að baki vanmat á því,
. Versu gjörtæk sköpun Guðs er. Trú-
Þekkir enga slíka skiptingu á lífríki
Uus í áhrifasvæði, eitt andlegt og
^nnað veraldlegt, eitt æðra og annað
®ora. Að þessu leyti á kristin trú
enga samleið með þeirri hugsun, sem
rekja má til grískrar heimspeki, að hið
veraldlega og náttúrlega sé af óæðri
toga en hið andlega. Og þeim mun
síður á kristin trú nokkuð sammerkt
með kenningum af indverskum upp-
runa þess efnis, að efnisheimurinn sé
helber blekking. Gjörvöll sköpunin,
hið efnislega sem hið andlega, er
Guðs verk. Hvað manninn varðar og
trúarafstöðu hans, þá er hún og ó-
skipt. Trúin gjörir tilkall til alls atgerf-
is mannsins, jafnt til hugar og hand-
ar.
Áður var að því vikið, að á manninn
sem þátttakanda í hinni sístæðu
sköpun Guðs væri lögð sú ábyrgð að
hlíta í hvívetna þeim lögmálum, sem
Guð hefur sett sköpuninni. Nú þegar
hefur örlítið verið gefið í skyn um eðli
þessara lögmála með áherzlunni á
sköpunina sem stöðuga verðandi og
með áherzlunni á hið gjörtæka um-
fang sköpunarinnar. En margt er enn
ósagt og reyndar það sem megin máli
skiptir, bæði til skilnings á lögmálum
sköpunarinnar og ábyrgð mannsins
gagnvart þeim. Það sem vantar er að
bera fram játningu trúar á Jesúm
Krist, sem í persónu sinni og verki
sameinar þetta tvennt, hinztu rök
sköpunar Guðs og þá ábyrgð manns-
ins, sem er í samræmi við þau rök. í
honum býr fylling sköpunarvilja
Guðs og ráðsályktunar en einnig
uppfylling mennskunnar. Orðið, sem
var í upphafi, orðið sem var Guð, það
orð varð hold í jarðnesku lífi Jesú frá
Nazaret.
Með holdtekningu orðsins er lög-
mál sköpunar Guðs kunngjört sem
lífgefandi kærleikur. ,,Svo elskaði
137