Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 80

Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 80
þing manna? Ættir þú ekki fremur að deyja þúsund sinnum? Ættir þú ekki fremur að bergja annað efnið eða ekk- ert heldur en að bergja með slíkri hlýðni ,sem er guðlast og afneitun trú- arinnar? Þess vegna ættu þeir að hætta að ræða um þing sín, en gjöra þetta fyrst: Að gefa Guði dýrðina aftur í stað guð- lastsins. Þeir ættu að játa, að þeir hafi bannað annað efnið sakir læri- föður síns Satans, að þeir hafi hreykt sér yfir Guð, formælt orði hans og hafi steypt svo mörgum í glötun um svo margar aldir, síðan ættu þeir að gjöra iðrun sakir þessarar ósegjan- legu harðstjórnar, grimmdar og guð- leysis og viðurkenna, að vér höfum gert rétt, og það, sem meira er, vér höfum kennt og neytt beggja efnanna gagnstætt kennisetningum þeirra, höf- um einskis vænst af þingi þeirra og þeir ættu að þakka fyrir, að vér höfum vikið oss undan að fylgja glötun þeirra og bölvun. Þegar þeir hafa gjört þetta munum vér gjarna og fúsir virða og uppfylla setninga þeirra og þing. En á meðan þeir gera þetta ekki, heldur halda áfram að krefjast, að vér bíðum eftir lögboði þeirra, þá munum vér ekki hlýða á neitt, heldur halda áfram að kenna og gjöra gagnstætt þeim, og því fremur sem vér vitum, að þeim misþóknast það meir. Því að hvers krefjast þeir með þessari djöfullegu kröfu nema þess ,að vér setjum þá of- ar Guði, hefjum orð þeirra yfir Guðs orð og setjum í Guðs stað hinar viður- 00 Kol. 3:16 styggilegu ófreskjur þeirra sem skurð- goð? Vér viljum aftur á móti, að allur heimurinn verði Guði undirgefinn og þjónustubundinn. Eg vildi einnig, að vér hefðum sem flesta söngva í móðurmáli, sem fólkið syngi í messunni eftir þrepsöngva, eftir Sanctus og Agnus Dei. Hver efar að allt fólkið hafi sungið þá hér áður fyrr, sem kórinn einn syngur nú, eða svarar biskupi, er hann helgar efnin? Þessa söngva, sem fyrirsettir væru af biskupinum með þeim hætti, að hæg* væri að syngja þá annað hvort strax eftir latínusöngvana eða einn dagioo á latínu og hinn á móðurmáli, þangað til öll messan verður sungin á móður- máli. En oss vantar skáld eða öllu heldur eru engin skáld þekkt ennþá. sem geti sett saman guðrækileg °9 andleg Ijóð (eins og Páll nefnir þau)"" svo vel sé, handa oss, er verðug séu til að hafa um hönd í Guðs kirkju. Á meðan fer vel á því að syngja þetta eftir bergingu: „Guð sé lofaöur og sv° blessaður, sem sjálfur hefir fætt °sS o. s. frv.“K~ Sleppa skal þessum hluta- ,,Og það heilaga sakramenti við Kf' daga endi úr prestsins vígðu hendi o. s. frv.,“ sem hefir verið bætt við af einhverjum, sem heiðrað hefir heilag3 Barböru og hefir virt sakramentið lítils allt sitt líf, og á dauðastundinni sett von sína á þetta góðverk, svo að hann geti gengið inn til lífsins án trúar. Þvi að bæði orð og lag sanna, að þeim er ofaukið. Auk þessa er svo þetta ákjós* anlegt: „Nú biöjum vér heilag°n 07 Gott sey gelobet und gebendeyet der unz selber hat gespeyset etce. Sjá Gradvale 15 og siðan í öllum gröllurum. SungiS meoa fólkiS gengur innar. 158

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.