Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 58
beitt til þess að sljóvga tilfinningar
manna fyrir félagslegu misrétti og til
að sætta menn, einkum hina undir-
okuðu í samfélaginu, við ríkjandi
ástand. Trúin er uppnefnd „ópíum
fyrir fólkið“, deyfilyf, sem forrétt-
indastéttir taka í þjónustu sína til
þess að halda múgnum í skefjum. Til
viðbótar þessum sökum, sem eru
ærnar í sjálfu sér, eru fleiri bornar
fram, t. d. að trúin sé dragbítur á
félagslegar framfarir og framvindu
vísindalegrar hugsunar.
Öllum þessum ávirðingum má
finna stað á einum eða öðrum tíma í
sögu kirkjunnar. Það er velunnurum
kirkjunnar jafn skylt að viðurkenna
og það er þeim sárt. En á hinn bóginn
er það staðreynd, sem þeir mega
reyna, er um það vilja vita, að sá vitn-
isburður trúar og um trúna, sem
Biblían boðar, er í hrópandi mótsögn
við ásakanir af þessu tagi. Sam-
kvæmt þessum vitnisburði er það
sjálf andhverfa trúarinnar, vantrúin,
er ætíð tekur á sig mynd stöðnunar
og afturhalds. Orð trúarinnar er frá
upphafi til enda hið skapandi, sístarf-
andi orð Guðs. ,,Því að eins og regn
og snjór fellur af himni ofan og hverf-
ur eigi þangað aftur fyrr en það hefur
vökvað jörðina, gjört hana frjósama
og gróandi, og gefið sáðmanninum
sæði og brauð þeim ereta, eins erþví
fariö meö Guðs orö, það er útgengur
af mínum munni: Það hverfur ekki
aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en
það hefur framkvæmt það, sem mér
vel líkar, og komið því til vegar, er ég
fól því að framkvæma". (Jes. 55:10
nn). Þannig mælir spámaðurinn
Jesaja. Orð Guðs, sem jafnframt er
orðið um Guð, lykillinn að veru hans,
er hið skapandi orð. Allir aðrir veru-
hættir hans ákvarðast af þessari
frumveru hans sem skapara. Heilag-
leiki Guðs birtist spámanninum í lík-
ingu glóandi steins, ersnertiróhrein-
ar varir hans og hreinsar hann af alln
synd. Réttlæti Guðs er aldrei kunn-
gjört sem einber hugmynd, heldur
sem virkt afl, sem skapar þeim rétt,
sem engan á fyrir. Miskunn Guðs að
sama skapi þekkir sá einn, sem Guð
auðsýnir miskunn. Um kærleika
Guðs er vitnað, vegna þess að Guð
hefur elskað oss að fyrra bragði.
Vert er að gefa þessum eiginleika
Guðs sem sköpunar nánari gaum,
þar eð hann er ekki einasta ákvarð-
andi fyrir veru Guðs, heldur einnig
fyrir eðli þeirrar trúar, sem maðurinn
er kallaðurtil. Trúarsamfélag manns-
ins við Guð er í sköpunarsögunni
túlkað með þeim orðum, að maður-
inn sé skapaður í Guðs mynd. Þetta
tákn, Guðsmyndin, vitnar um þann
hinzta tilgang mannlegrar tilveru, að
manninum er ætlað að vera þátttak-
andi í hinni sístæðu sköpun Guðs-
Sem slíkur er hann ráðsmaður Guðs
hér á jörð. Honum er gefið umboð til
þess að gera sér jörðina undirgefn3-
allt lífríki náttúrunnar er lagt honum
að fótum. En þessu einstæða umboði
fylgir ábyrgð, sú ábyrgð að hlíta í hvi-
vetna þeim lögmálum, sem Guö'
skaparinn, hefur sett sköpuninm-
Með öðrum orðum, valdi mannsins
yfir eigin lífi og öllu öðru lífi eru set
þau mörk, að hann beiti því til v'ð-
halds og eflingar lífríki Guðs. Gset'
hann þessa lifir hann í trúarsamfélað
við Guð, gjafara lífsins, sýnir tru
136