Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.06.1978, Blaðsíða 34
Sr. SIGFINNUR ÞORLEIFSSON: Guðfræðimenntun og prestsþjónusta Erindi flutt á aðalfundi Prestafélags íslands 1978 Guðfræðinám, sem var stundað við H. í. samkvæmt reglugerðinni frá 1958 hafði þann mikla kost, að stú- dentar nutu frjálsræðisins (þ. e. þeir gátu gefið sér góðan tíma til námsins) og hins akademiska andrúmslofts. Að vísu er vart hægt að hugsa sér harðari þolraun í námi, en gangast tvisvar undir stór próf á sex árum, og liggur nærri, að prófin séu þá orðin andlegt tilræði við geðheilsu stúd- enta, eins og Jóhann heitinn Hannes- son, prófessor, orðaði það. Framhjá því verður þó ekki gengið, sem er mikils vert, þó dýrkeypt kunni að vera, að sá sem gengst undir próf að loknu sex ára námi og hefur í raun og veru allt námsefnið undir, skynjar samspil fræðanna og býr yfir breiðari guðfræðilegri þekkingu, a. m. k. á þeim tíma. Sá sem heldur frá prófborði út á akurinn með þeim ásetningi að sprauta þekkingu sinni beint út í söfnuðinn verður fyrir vonbrigðum. Gamla- og Nýja testamentisfræði, siðfræði, kirkjusaga og trúfræði, svo það helzta sé nefnt, eru þess eðlis, að séu þessar greinar t. d. teknar hráar upp í prédikun, hlýtur hún að missa marks, en hitt er líka eins víst, að pré- dikun, sem skortir allt þetta, er innan- tóm og seður engan. Tengsl fræð- anna annars vegar og prédikunar- innar hins vegar hljóta alltaf að mark- ast af því, að fræðin eru tæki, sem maðurinn beitir, bæði meðvitað og ómeðvitað, við prédikunargerð, til að orðið komist til skila hreint og ó- mengað. Ég tel, að það sé mjög vel séð fyrir þeim. þætti námsins sem snýr að fræðunum sjálfum í Guð- fræðideild H. í., og að hin akademiska kennsla þjóni vel vísindaskyldu sinni og kenni stúdentum að lifa og hraer- ast í guðfræðilegu andrúmslofti. En hver eru svo tengsl guðfræði' menntunar og prestsþjónustu og hvernig gagnar guðfræðinám í H. i; presti sem kemur til þjónustunnar úti í söfnuðinum? Þegar verðandi prestur vinnur vígsluheit sitt frammi fyrir altari Guðs, þá veit hann, að hann er upp frá þeirri stundu prestur og bundinn maður, en þó jafnframt frjáls í ÞeirT1 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.