Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 5
Áskriftir, áskriftasafnarar, auglýsingar, auglýsingasaínárar,
dreifing, innheimta — þetta er sú næring, sem mánaÖarriti'ð
„JörÖ“ lifir á líkamlega. Látið ekki standa á hemii. Enn eru
lika nokkur hlutabréf óseld; stærðir: 25, 50, 100 og 250 krónur.
Það er fyrirtœki þcssu mikilvœgt, að hlutabréfin verði keypt upp
nú bráðlega.
M TILGANG vorn með ritinu skal þetta tekið fram: Því
vJ er ætlað að vera vettvangur fyrir umræður um íslenzk menn-
ingarmál með sérstakri áherzlu á þremur sjónarmiðum: hinu per-
sónulega (heimilislega), ræktunarmeginreglunni og hinni líðandi
(eða komandi) árstíð. Með því að hafa þessi þrjú sjónarmið fast
fyrir augum, hyggjumst vér að ná svo nánu sambandi við þjóð-
lífið og einstaklinginn, að ritið verði almennt talið ómissandi föru-
nautur, alltaf tilbúinn með góðar uppástungur og holl ráð og
ábendingar i tæka tíð, alltaf hugsandi út i það, sem kernur sér
vel fyrir einstakling, heimili og þjóðfélag, alltaf liðtækur og heil-
huga samstarfsmaður hvers konar almennrar félagsstarfsemi, er
miðar til þjóðþrifa, alltaf skennntinn og viðfelldinn. Vér álítum,
að þér hafið þörf fyrir slikt rit. Vér álítuin, að vinnandi vegur
sé að uppfylla þá þörf. Og vér erum alráðnir í að reyna af öll-
um mætti að framkvæma það sjálfir.
Undirstaða og tildrög þessa rits er kristin trú vor. Samt er
því engan veginn ætlað að ræða trúmál fremur en önnur almenn
velferðarmál. Vér höfum bjargfasta trú á, að lausn allra gáta
lífsins — og hversu þungar þær eru ýmsar hverjar — sé að
finna í aðferðum Jesú Krists. Þess vegna höfum vér og bjarg-
fasta trú á frelsi og náttúrleik — og munum ræða allt náttúr-
legt á frjálslegan hátt — og leyfa öðrum slíkt hið sama, þó að
þá greini á við oss. „Jörð“ á að vera vettvangur fyrir umræður
— leit þjóðarinnar að sjálfri sér í endurborinni þjóðlegri menn-
ingu, sem hefir alþjóðlegt gildi fyrir samtíð og framtíð.
Vér munum ræða íslenzka þjóðmenning yfirleitt, sögu hennar
og vonir og áætlanir. Vér munum ræða samlíf þjóðar vorrar við
land sitt. Vér munum ræða íslenzkar bókmenntir og vér munum
ræða listir — einnig hljómlist —, allt á einfaldan, alþýðlegan
hátt; flytja nýtt sönglag í hverju hefti. Vér munum ræða
íþróttir og líkamsmenningu yfirleitt með sérstakri áherzlu á
hinu heilsu- og líffræðilega; í þeim efnum er vestræn menning
í undursamlegri framför, og munum vér gæta þess alveg sér-
Framh. á bls. 23.
3
JÖRÐ