Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 15
þjáist af andlegu „avitaminose".*
Þa'ð er bjargföst trú mín, að að-
eins eitt fái bjargað mannkyn-
inu frá glötun: kristin trú. Með
því á ég ekki hvað sízt við lotn-
ingarþrungið samband einstak-
lings (og safnaðar) við æðra líf
— beint samband hjarta og vit-
undar, í trú og kærleika." Vér
höfum oft heyrt slik orð og því-
lík áður, — en þau eru ný og
frumleg, þegar þau koma af
munni manns, sem sjálfur hefir
varið ævi sinni öðru fremur til
þess, að glíma við gátur og rök
lífsins.
Vér búumst til að fara, eftir
að hafa notið fagurrar og fjöl-
breyttrar gestrisni. En búsbónd-
inn á eftir að svala gestrisni
hjarta síns enn betur; vér njót-
um líka hagstæðra atvika að:
Hann sviptir skýlunni af stóru
líkneskjunni. Vér erum sem
steini lostnir: Þetta áttum vér
* Sjúkt ástand af fjörefna-
skorti.
eftir! Atti Einar Jónsson þetta
eftir ?! Hvílíkur er þessi maður,
sem kominn á efra aldur og
kominn í þá fágætu hæð listar
og frægðar, sem alkunna er,
skýtur nú — kannski stærstu
vaxtarsprotum sínum? Þetta er
Jónas Hallgrímsson — skáldið
í gerfi Jónasar Hallgrímssonar
— skáld allra alda, sjáari eilífr-
ar fegurðar; listamaðurinn, sem
kallaður er til að vera miðill
æðri sanninda til mannanna, —
sýndur á hugljómunarstund.
Likaminn þreklegi og sálmagn-
aði minnir á ekkert fremur en
Geysi gjósandi. Höfuðið drúp-
ir í algleymi fyrir hinum eilífa
krafti, er leggur leið sína um
þennan stundlega líkama. Hví-
líkur svipur!
Hér eru fáeinar eftirmyndir.
Því miður eru myndirnar tekn-
ar við mjög óhentuga birtu, —
en annars er ekki völ nú um
hríð. Carl Ólafsson hefir tekið
myndirnar.
QumjtVi Qunnahsjon
NYTUR, svo sem alkunna er, mjög mikillar viðurkenningar fyrir
skáldrit sín um öll Norðurlönd, Þýzkaland og víðar. Þeim mun
nieiri ánægja er það íslendingum, er njóta hróðrar hans með hon-
um, að geta sagt: Líf hans ber þó af öllum ritum hans að skáld-
skap. Eftir að hafa brotist áfram til frægðar í öðrum löndum, frá
umkomuleysi í fásinni íslenzkrar sveitar, er hann nú kominn aftur,
að eins fimmtugur, og leiðir í framkvæmd, sem bóndi austur á
Héraði, búskaparhætti þá, er taldir voru ýkjur einar i fyrstu skáld-
sögum hans. Megi hann yrkja áfram sín allrafegurstu ljóð í lífi.
JÖRÐ 13