Jörð - 01.02.1940, Side 53

Jörð - 01.02.1940, Side 53
ir Nobel. Fræið er stórvaxið. Hreðkur eru afar lystugar með smurðu brauði; ístappaafbrigðið er, að vorum smekk, töfrandi; auk þess skemmist það síður í garðinum en önnur afbrigði. I —2 fermetra blettur nægilegur. Þær komast í notin um miðjan júlí. Fræið er stórvaxið. Grcen- kál má fara að nota með ágúst- byrjun, með því að sá þétt og grysja, eins og salat, jafnóum og þrengist. Það á að geta enzt lengi fram á vetur. Það er álíka mikil saðning í grænkáli og kart- öflum, en það er langt um kröft- ugra að hollustuefnum. Yfirleitt stendur grænmetið öllum fæðu- tegundum framar í því efni (eft- lr því sem samanburði má við koma) við hliðina á mjólk. Rétt væri að ætla grænkálinu álíka rum og spínati og salati eða jafnvel meira. Það er mjög harðgert.' Blómkálið kemur í notin um miðjan ágúst og stend- ur tími þess yfir fram í frost. Ekki verður blómkálið geymt nema í smáum stíl og yfirleitt er það sparimatur. Það er mjög rúm- og áburðarfrekt. Fólk, er vffl fara vel með sig, ætti að hafa álika rúm undir það og spínat og salat. Bezta afbrigðið hér er Sneball. Þá kemur topp- kálið, sem er nokkurs konar hvítkál, en veigaminna og öllu Ijúffengara; það ætti að koma >ueð september í meðalári og getur varðveizt úti í garði í snjó fram á miðjan vetur. Það þarf JÖRÐ litlu minna rúm og áburð en blómkál. Bezta afbrigðið heitir Erstling. Hvítkál er stærst og þurftarfrekast allra káljurta, er hér verða ræktaðar; það þarf að hafa 50 cm milli fræja. Það þroskast í meðalári í september- lok og október og má geyma það langt fram á vetur, hangandi út í skemmu eða í garðinum (eius og toppkál) — a. m. k. séu frosthörkur ekki miklar né lang- vinriar. Þessar tvær síðastnefndu káltegundir má borða hvort held- ur er soðnar eða hráar (saxað- ar saman við skyr og rjóma — kraftafæða til hollustu og lækn- ingar á þrálátri magabólgu o. fl. sjúkdómum — eins og raunar allt, sem að framan er talið; að- eins þarf að gæta þess, að saxa það vel eða tyggja mjög vand- lega). Soðið hvítkál og toppkál er einkum notað með soðnu kjöti. Bezta afbrigðið er nefnt Ditmarsker. Allt kálfræ er að stærð sem rófnafræ. — Loks eru gulrœturnar. Rétt er að hafa álíka blett undir þær, til að byrja með, sem salat og spí- nat. Gulrætur þola ekki hús- dýraáburð, nerna hann sé bor- inn í garðinn að haustinu. Þær eru notaðar likt og rófur; gefa hér um bil eins mikla uppskeru og eru fortakslaust heilnæmast- ar allra rótarávaxta. Luc er einna bezta afbrigðið hér. Vertou Driv er kröftugast að hollustu. Garðbúi. 51

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.